Réttur


Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 4

Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 4
Olafur Ragnar Grímsson. bönd borgarastéttar við erlenda bak- hjarla sína, aukin félagsleg þjónusta við aldraða, sjúka og öryrkja eru aðeins nokkrar vörður, sem marka sögu þeirra þriggja ríkisstjórna, sem íslenskir sósía- listar tóku fyrst þátt í. Þessar stjórnir voru allar tæki til sóknar. Þær skildu eftir sig afgerandi spor, sem fulltrúar auðstétt- arinnar gátu ekki afmáð. Sú ríkisstjórn, sem íslenskir sósíalistar eiga nú aðild að, er annarrar tegundar. Hún er ríkisstjórn varnar í hatrömmustu stéttaátökum, sem háð hafa verið á Is- landi á síðari árum. Hún var mynduð til að innsigla árangur varnarbaráttu verka- lýðsstéttarinnar gegn kaupráni og rétt- indaskerðingu ríkisstjórnar ílialdsaflanna fyrr á þessu ári. Hún var mynduð til að forða allsherjar stöðvun útflutningsat- vinnuveganna og atvinnuleysi rúmlega 10 000 launamanna, sem hin sigraða rík- isstjórn atvinnurekenda ætlaði að nota til að brjóta á bak aftur verkalýðshreyl- inguna og samtök hennar - atvinnuleysi, sem átti að vera heliid íhaldsaflanna fyrir þá refsingu, sem launafólk veitti þeim í kosningunum. Ríkisstjórnin var mynduð á elleftu stundu til að bægja frá atvinnuleysi og kjaraskerðingunni, sem koma átti í kjöl- far Jress. Ríkisstjórnin er Jdví viðbótar- hlekkur í varnarkeðju verkalýðsstéttar- innar. Hún er rökrétt framhald þeirrar stéttarbaráttu, sem hófst með verkfalli stéttvísasta hluta ASÍ og BSRB 1. og 2. mars og Verkamannasambandið leiddi síðan til sigurs í sveitarstjórnarkosning- unum og aljDÍngiskosningunum. Þótt fyrstu efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar hafi fært verkalýðshreyfing- unni áfangasigur í Jreirri baráttu, sem hófst með verkfalli gegn kaupránslögum íhaldsaflanna, Jrá er enn víðs fjarri, að af- gerandi þáttaskil hafi orðið livað snertir að snúa vörn í sókn. Enn eru kjaraskerð- ingaröflin sterk utan við og í kringum ríkisstjórnina og þau hafa þegar á fyrstu mánuðum stjórnarsamstarfsins skotið upp kollinum í málgögnum og þingliði Framsóknarflokks og Aljrýðullokks. Mál- flutningur atvinnurekenda og stöðvun á framleiðslu magaríns og gosdrykkja sýn- ir, að íhaldsöflin eru með allan blaða- kost sinn í startholunum og munu beita öllum mögulegum aðferðum, jafnvel inni í verkalýðssamtökunum sjálfum, til að knésetja ríkisstjórnina og hindra fram- kvæmd á fyrirheitum um verndun kaup- máttarins og réttinda launafólks. Þrátt fyrir myndun ríkisstjórnarinnar birtast stéttarátökin áfram á hatramman hátt 148
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.