Réttur


Réttur - 01.07.1978, Qupperneq 4

Réttur - 01.07.1978, Qupperneq 4
Olafur Ragnar Grímsson. bönd borgarastéttar við erlenda bak- hjarla sína, aukin félagsleg þjónusta við aldraða, sjúka og öryrkja eru aðeins nokkrar vörður, sem marka sögu þeirra þriggja ríkisstjórna, sem íslenskir sósía- listar tóku fyrst þátt í. Þessar stjórnir voru allar tæki til sóknar. Þær skildu eftir sig afgerandi spor, sem fulltrúar auðstétt- arinnar gátu ekki afmáð. Sú ríkisstjórn, sem íslenskir sósíalistar eiga nú aðild að, er annarrar tegundar. Hún er ríkisstjórn varnar í hatrömmustu stéttaátökum, sem háð hafa verið á Is- landi á síðari árum. Hún var mynduð til að innsigla árangur varnarbaráttu verka- lýðsstéttarinnar gegn kaupráni og rétt- indaskerðingu ríkisstjórnar ílialdsaflanna fyrr á þessu ári. Hún var mynduð til að forða allsherjar stöðvun útflutningsat- vinnuveganna og atvinnuleysi rúmlega 10 000 launamanna, sem hin sigraða rík- isstjórn atvinnurekenda ætlaði að nota til að brjóta á bak aftur verkalýðshreyl- inguna og samtök hennar - atvinnuleysi, sem átti að vera heliid íhaldsaflanna fyrir þá refsingu, sem launafólk veitti þeim í kosningunum. Ríkisstjórnin var mynduð á elleftu stundu til að bægja frá atvinnuleysi og kjaraskerðingunni, sem koma átti í kjöl- far Jress. Ríkisstjórnin er Jdví viðbótar- hlekkur í varnarkeðju verkalýðsstéttar- innar. Hún er rökrétt framhald þeirrar stéttarbaráttu, sem hófst með verkfalli stéttvísasta hluta ASÍ og BSRB 1. og 2. mars og Verkamannasambandið leiddi síðan til sigurs í sveitarstjórnarkosning- unum og aljDÍngiskosningunum. Þótt fyrstu efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar hafi fært verkalýðshreyfing- unni áfangasigur í Jreirri baráttu, sem hófst með verkfalli gegn kaupránslögum íhaldsaflanna, Jrá er enn víðs fjarri, að af- gerandi þáttaskil hafi orðið livað snertir að snúa vörn í sókn. Enn eru kjaraskerð- ingaröflin sterk utan við og í kringum ríkisstjórnina og þau hafa þegar á fyrstu mánuðum stjórnarsamstarfsins skotið upp kollinum í málgögnum og þingliði Framsóknarflokks og Aljrýðullokks. Mál- flutningur atvinnurekenda og stöðvun á framleiðslu magaríns og gosdrykkja sýn- ir, að íhaldsöflin eru með allan blaða- kost sinn í startholunum og munu beita öllum mögulegum aðferðum, jafnvel inni í verkalýðssamtökunum sjálfum, til að knésetja ríkisstjórnina og hindra fram- kvæmd á fyrirheitum um verndun kaup- máttarins og réttinda launafólks. Þrátt fyrir myndun ríkisstjórnarinnar birtast stéttarátökin áfram á hatramman hátt 148

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.