Réttur


Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 40

Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 40
Þær framfarir, sem orðið hafa í DDR í efnahagslegu og tæknilegu tilliti, hafa vissulega vakið aðdáun víða um heim, ekki síst, þegar haft er í huga við hvílíka örðugleika hið unga ríki átti að stríða. Nægir þar að minna á stríðsskaðabætur þær, sem gjalda varð í austurveg, en hins vegar var ausið ómældu fé af hálfu vestrænna ríkja til fjárfestinga í Sam- bandslýðveldinu Vestur-Þýskalandi svoað öll uppbygging mætti jrar ganga hratt fyr- ir sig. Þá hefur nábýlið við Vestur-Þýska- land þar sem þróun mála hefur verið næsta uggvænleg eins og allir vita, haft í för með sér ótalda örðugleika, sem gætir á fjölmörgum sviðum þjóðlífsins í DDR, og væri sá þáttur mála reyndar býsna fróðlegur til að ræða nánar, ef færi gæfist í góðu tómi. Mér virðist oft, þegar gang- ur mála í DDR er veginn og metinn, að þessi hlið málsins liggi þá full mikið í láginni. Einn er sá áfangi, sem vakið hefur ó- skipta athygli og einatt nokkra forundr- an, en hann er á sviði skólakerfis og mennta. Ekki Iief ég þar einasta í huga þau íþróttaafrek Austur-Þjóðverja, sem öllum eru kunn og bera vitni markvissu starfi innan skólakerfisins, heldur öllu fremur þær aðstæður, sem þeim eru bún- ar, er stunda vilja nám af ýmsu tagi. Sjálf átti ég þess kost fyrir nokkrum árum að dveljast tvö semester við nám í DDR. Það var við deild tónlistarfræða við Karl Marx háskólann í Leipzig, og varð naumast á betri stað kosið til að stunda þau fræði. Mér fannst það eiga góða daga, unga fólkið, sem þarna var komið út á námsbraut, að vísu stranga, en við þau skilyrði, að mér virtist sem varla væri við lærimeistara að sakast eða þá, sem stóðu að uppfræðslunni, ef ein- 184 hver náði ekki tilskildum árangri. Oft flaug mér í hug hvernig annað væri hægt en að standa sig skikkanlega með öðru eins liði til aðstoðar við námið, og fegin hefði ég viljað eiga nokkur ár fyrir mér til þess að nema þarna á þessum slóðum og stunda mín hugðarefni. Annars er óþarft að rekja svona sögui' hér í þessum hópi þar sem margir þekkja þetta af eigin raun. Þeir eru býsna marg- ir íslendingarnir, sem stundað hafa há- skólanám og ýmis konar sérnám í DDR og hafa hlotið þar dýrmæta menntun. Eins og við vitum liöfðu íslendingar viðskiptasambönd og menningartengsl við DDR um langt árabil áður en forin- leg viðurkenning komst í kring, og stjórn- málasamband var tekið upp. Varðandi menningarsamskipti íslands og DDR, er mér ofarlega í huga nærtækt dæmi u® gagnkvæman ávinning þar sem er sú iðk- un norrænna fræða og málvísinda, er á sér stað við háskólann í Greifswakl, en hinn kunni málvísindamaður próf- Bruno Kress, veitti þar um langt árabil forystu. Undir hans handleiðslu hefur komi’é fram nokkur hópur, sem kann ágæt skil á íslensku máli að fornu og nýju. Suinh' þeirra eru prýðilega mæltir á íslensk® þótt þeir hafi aldrei til íslands komið- Þarna í DDR hafa mörg skáldverk önd- vegisrithöfunda okkar verið þýdd :l þýsku; ég nefni aðeins verk Jakobínu Sig urðardóttur, Ólafs Jóh. Sigurðssonar og ETalldórs Laxness, og hefur próf. Brui® Kress verið mikilvirkur við þýðingar og unnið afrek í þeim efnum. Þá eru þeir æði margir hópar íslensk® ferðalanga, sem lagt hafa leið sína DDR á undangengnnm áratugum í mat'g' víslegum erindum og átt þess kost að f;l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.