Réttur


Réttur - 01.07.1978, Page 41

Réttur - 01.07.1978, Page 41
lrokkur kynni af þjóðlífi þar og gangi ^ála eftir því sem unnt er fyrir ferða- oiann, er hefur skamma viðdvöl. hað er ekki ofmælt, að tilvist Þýska Al- þýðulýðveldisins hefur löngum vakið um- keiminum a. m. k. forvitni. Um neikvæð viðbrögð þarf varla að ræða, þau eru al- ^unn, en margir eru þeir, sem naumast Verða kenndir við framfarasinnuð við- ^orf auk heldur sósíalísk, en sögðu þó: »Þökkum okkar sæla fyrir þá staðreynd, að þýsku ríkin eru tvö.“ Saga þýsku þjóðarinnar hefur lengi Verið veraldarsaga svo mikil fyrirferðar Sem liún hefur verið í samfélagi þjóð- aona bæði á sviði veraldarlegra- og hern- aðarlegra umsvifa sem og á sviði Iista og ^Uennta, og vegur þungt framlag hennar l'I mannlegrar hugsunar. Það kemur okkur öllum við hvar Sem við erum í sveit sett, hvernig sósíal- Isku, þýsku alþýðulýðveldi, mótvægi við auðvaldsríkið Vestur-Þýskaland, reiðir af 1 kráð og lengd, hvern þátt það á í fram- vmdu mála í heiminum. Islenskir sósíalistar, og flokkur þeirra ^lþýðubandalagið, hafa nú um skeið ekki rækt formleg samskipti við Sósíal- lska Einingarflokkinn í DDR, og tel ég það miður farið fyrir báða aðila. Nú er rétt að fram komi, að þessa "°kka greinir á um veigamikil atriði, en ^Oeð leyfi að spyrja, stóð það einhvern- llmann til, að sósíalískir flokkar skyldu ^vmlega vera sammála í einu og öllu? % held, að dæmin sanni annað. Við ís- ^enskir sósíalistar höldum því fram af Þdlri sannfæringu, að engin þjóð megi ^lutast til um innanríkismálefni annarr- ar auk heldur beita ofríki eða yfirgangi, a® sérhverri þjóð beri rétturinn til að s^ipa málum að sínum geðþótta, einnig að velja sér þá leið til sósíalisma, sem hún telur sér best henta í samræmi við eigin aðstæður og menningarerfð. Það er hægur vandi að benda á þær staðreyndir, að sósíalískum flokkum í Austur-Evrópu hafi orðið á mistök, stór og afdrifarík, og við þykjumst vita, að fleiri muni á eftir fylgja, annað væri vart hugsanlegt, en skrifað stendur, minnir mig, að góður kommúnisti er ekki sá, sem aldrei gerir mistök, heldur hinn, sem fljótur er til að átta sig á þeim og gera bragarbót. Við stöndum rétt einu sinni frammi fyrir vandamálinu um það einfalda. sem erfitt er að framkvæma. Það er auðvelt að aðhyllast hugsjónina, skínandi fagra, en örðugt að standa við hana oe fram- kvæma hana. Eg nefndi áðan samskipti sósíalískra flokka, og ég held það sé gagnlegt, að ég nú ekki segi nauðsynlegt, að flokkar, sem búa við svo ólík skilyrði sem verða má, ræki með sér nokkur tengsl og skoðana- skipti. Við íslenskir sósíalistar, sem hér stönd- um í ströngu þar sem er okkar staður, berjumst fyrir betri og réttlátari samfé- lagsháttum innan marka borgaralegs þingræðis, og við hlítum leikreglum þess. Við erum í stöðugu návígi við auðvaldið og þess margvíslegu áhrif í okkar samfé- lagi. Enginn neitar jrví, að þær aðstæður tefla einatt siðferðisþreki stuðnings- manna okkar í nokkra tvísýnu. Við gerum okkur jafnframt ljóst, að einnig í ríki, sem býr við sósíalískt hag- kerfi reynir ærið á siðgæðisþrek þeirra, sem þar standa í broddi fylkingar. Þeir eru handhafar valdsins, og þar er ekki stjórnarandstaða í hefðbundinni merk- ingu, en valdið sem slíkt getur verið var- 185

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.