Réttur


Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 24

Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 24
hvorki á herskóla né í rauða hernum, og ekki heldur kostaður af Moskvastjórn- inni, hann vann fyrir sér í verksmiðju. Þá er sagt að hann hafi verið sendur til Spánar, en sannleikurinn er sá, að hann ætlaði sér alls ekki að fara til Spánar í vetur seint í nóvember, er hann fór til Kaupmannahafnar, en brást þar atvinnu- von, en þaðan fór hann svo til Spánar seint í desember 1937, en ekki í fyrra- haust eins og Mogginn vill vera láta, en um það vissi enginn hvorki hér á landi né annars staðar, nema ég ein. Að öðru leyti læt ég ósvarað öllum þeim illgimislegu árásum, sem gerðar eru á son minn í sorpgrein þessari, því ritstjóri Þjóðviljans hefur svarað þeim á viðeigandi hátt og kann ég honum þakkir fyrir. Eu það orð- bragð, sem greinarhöfundur lætur sér sæma að viðhafa dæmir hann sjálfan, slíkt gæti enginn látið frá sér fara nema sá einn, sem gersneyddur er allri mann- úð og sómatilfinningu; af slíkum er ekki liægt að búast við samúð með þeim sem þjást og líða, né viðurkenningu á hinu fórnfúsa og óeigingjarna starfi þeirra, sem nú fórna lífi sínu í þarfir réttlætis og mannúðar, með því að reyna að hefta framgang villimennsku fasismans. En svo blygðunarlaust er Morgunblaðið og fas- ismadýrkendur þess, að það skammast sín ekki fyrir að ráðast á mannorð þess manns sem hefur sýnt að hann þorir að ganga í berhögg við ógnir fasismans, vitandi það, að hann hefur ekkert upp úr því sjálfur, annað en ofsóknir, örkuml eða dauða. Ég ætla að leggja það undir dóm góðra manna hvor málsaðilinn hefur betri mál- stað að verja, níðskrifarar Morgunblaðs- ins eða Hallgrímur Hallgrímsson." Sigríður Björnsdóttir. Tímabilið 1939—41, „þjóðstjórnar“- tíminn, var eitthvert harðvítugasta tíma- skeið sem verkalýðshreyfingin og íslensk- ir sósíalistar hafa lifað. Fékk Hallgrímur brátt að kenna á því og grimmd yfirvalda liér, jiótt sloppið liafi hann lifandi undan kúlnahríð spönsku fasistanna. Þegar breskir hermenn voru settir til að brjóta á bak aftur verkfall Dagsbrún- ar með verkfallsbrotum í janúar 1941 og dreifibréfið fræga var gefið út til bresku hermannanna til að skora á þá að láta ekki nota sig til verkfallsbrota, var Hall- grímur einn þeirra 7 verkamanna, er tekinn var fastur. Komu þeir Eggert Þor- bjarnarson og hann sér j)á saman um að segjast hafa skrifað bréfið, þótt þeir liefðu alls ekki gert það, en vildu með því að taka þetta á sig hindra allar frek ari aðgerðir gagnvart Sósíalistaflokknuni og verkalýðshreyfingunni.6 Hlutu þeir í hæstarétti 15 mánaða fangelsi og missi borgaralegra réttinda. Pétur Magnússon, síðar ráðherra, var verjandi þeirra og sagði í varnarræðu sinni m. a. þessi eftirtektarverðu orð: „Sú stjórn, sem lætur dæma þessa menn, er landráðastjórn.“ Og nú var ekki sýnd nein miskunn, eins og tíðkast hér, jiegar fínir glæpa- menn eiga í hlut, jafnvel þótt drýgt hafi liin verstu verk. Þeir Hallgrími og Eggert, Ásgeiri Pét- urssyni og Eðvarði Sigurðssyni, sem allir höfðu lilotið þunga fangelsisdóma, var neitað um frest á framkvæmd dómsins, svo þeir gætu heimsótt fjölskyldur sínar og gert ráðstafanir viðvíkjandi heimilum sínum. Voru þeir fluttir beint á Litla- Hraun 26. mars 1941 og áttu þar illan að- búnað. Kona Hallgríms var Oddný Pétursdótt- 168
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.