Réttur


Réttur - 01.07.1978, Side 18

Réttur - 01.07.1978, Side 18
UPPREISNIN í ÍRAN Blóökeisarinn í íran, Resa Pahlewí, þóttist ætla að lina eitthvað á harðstjórnarfjötrun- um og gaf út boð þar um. Fólkið flykktist út á göturnar, fyllti m. a. torgið við Al-Dscha- Viíad-bænahúsið í Teheran, kraup niður til bænagerðar, - en keisarinn hafði ekki ætl- ast til þess að slíkt gerðist, því bænirnar voru um leið bölbænir gegn keisaranum, - setti herlög og herinn hóf að skjóta á mannfjöldann, myrða fólkið í hrönnum. Atburð- urinn minnti vissulega á blóðsunnudaginn 9. janúar 1905 í Pétursborg, þann er Step- han G. orti ódauðlegt Ijóð um og MaximGorki lýsti af snilld i riti sínu „9. janúar11.1 Allsherjarverkfalli var lýst yfir. Upp- reisn breiddist út til allra lielstu borga Persaveldis. I septembermánuði logaði landið í mótmælagöngum, götubardög- um og fjöldamorðum liers og lögreglu. Saman stóðu afturhaldssamir Múhameðs- trúarmenn og róttækir lýðræðissinnar, svartklæddar konur með andlit hulið blæjum og ungar stúlkur á vinnubuxum. Hálf milljón manna mótmælti keisara- stjórninni einn föstudag í september í höfuðborginni sjálfri — og keisarinn lét hermenn sína skjóta á „þegnana": 250 manns létu lífið þann dag. Yfir 5000 manns hafa látið lífið í íran fyrir byssukúlum harðstjórnarinnar, senr 162

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.