Réttur


Réttur - 01.07.1978, Side 30

Réttur - 01.07.1978, Side 30
NICOLAI I. BUCHARIN 90 ÁR Bucharin, „ástmögur Kommúnistaflokks- ins“, svo notuð séu orð Leníns, hefur ekki hlotið þann sess í sögunni sem honum ber. Ofsóknirnar miklu 1936-38, sem Bucharin lét lífið í, valda því að hann hefur ekki fengið þá viðurkenningu sem hann á kröfu á. Nú þegar liðin eru níutíu ár frá fæðingu hans hafa ýmsir málsmetandi sósíalistar hafið baráttu fyrir því að nafn hans verði að öllu hreins- að og hann hljóti þann sess í sögu sósíal- ismans sem honum ber. í haust eru liðin 90 ár síðan Nicolai I- Bucharin fæddist, 27. september 1888 í Moskva. (27. september, 1858, var og fæð- ingardagur Þorsteins Erlingssonar, en þess ber að gæta að fæðingardagur Bucha- rins er samkvæmt gamla tímatalinu, er gilti fyrir byltinguna). Bucharin er tvímælalaust í röð bestu hugmyndafræðinga marxismans og hefði líka orðið einn fremsti stjórnmálaskör- ungur sósíalismans, ef hann hefði fengið að njóta hæfileika sinna. Bucharin vai' 1928 forseti Aljjjóðasambands kommún- ista og var J)á settur út úr forustunni, ai jrví ])á sigraði sú „vinstri einangrunar- stefna“ sem mestri ógælu olli. Hefur olt verið minnst á afstöðu hans hér í „Rétti“> Jregar rædd hafa verið alþjóðamál sósíal- ismans (sjá m .a. grein þá eftir Bucharin er birtist í ,,Rétti“ 1965 og innganginn að henni). Meira að segja er líklegt, að hefði Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna 1928—32 farið eftir þeirri landbúnaðar- og bænda-pólitík, sem Bucharin barðist fyrir, þá hefðu Jrau dýru rnistök ekki orðið, sem sú pólitík olli, er Stalín Jrl framkvæmdi í landbúnaðinum gegn bændum (og tók þar upp vígorð Trotskis „gegn stórbændunum"). Það var engin 174

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.