Réttur - 01.01.1980, Side 6
Um það vitna meðal annars fjölmargar
frásagnir liðins tíma af fólki, sem sótti í
verið. Það er ekki aðeins dvölin í verinu,
sem sagt er frá, en hún var mörgum erfið
sökum ills aðbúnaðar, kulda og þræl-
dóms. Ferðirnar, einkum í verið um há-
vetur var mörgum tilefni til frásagnar.
Ferðirnar gátu tekið marga daga, þar sem
leið lá landshluta á milli yfir fjallvegi og
aðra farartálma oft fótgangandi. En fólk
var harðgert og lífsbjörgin réði í reynd
ferðinni og rak á eftir, ásamt skyldunni
við húsbóndann, sem sendi vinnumenn
sína og húskarla í skipspláss til róðra.
Þannig er ljóst að farandverkafólk er
engin ný bóla, heldur sá hluti alþýðunn-
ar, sem oft á tíðum hefur átt við hvað
kröppust kjör að búa. Lausamennska
hefur heillað margan manninn hér áður
fyrr. Nokkur ævintýraljómi stóð af lausa-
mennskunni, enda flestum gert mjög erf-
itt um vik að ráða sig sjálfviljuga til
starfa, vegna vistarbandsins og annars
þess oks, sem lagt var á fólk. Lausa-
mennska var í reynd bönnuð fram á síð-
ustu tíma og áttu menn yfir höfði sér
reiði yfirvalda, ef þeir voru á flakki, þó
í atvinnuleit væri. Um það má víða lesa
í heimildum, gömlum og nýjum.
Aðbúnaðurinn
Flestar kröfur farandverkafólks eru
ljósar og skýra sig sjálfar. Þó kann að vera
ástæða til að fara nokkrum orðum um
hluta þeirra.
Það er engin tilviljun að krafa um
bættan aðbúnað er efst á blaði. Allir þeir
sem hafa kynnt sér aðbúnað á verbúðum
hér á landi sjá hvers konar aðstaða það
er, sem mönnum er þar boðin. Reyndar
er aðbúnaðurinn ákaflega misjafn, og
6
víða þannig að ekki er ástæða til að
kvarta. En því miður eru þeir staðir
fleiri, sem ekki geta státað af slíku. Fólk
þarf að kúldrast í þröngum herbergjum,
margt saman. Einkalíf og næði er því
mjög af skornum skammti. f frístundum
er enginn staður nema kojan til að dvelja
í, vegna þess að setustofur skortir víða,
eða aðrar þær vistarverur, þar sem fólk
gæti notið bóka, blaða, sjónvarps og tón-
listar í vistlegu umhverfi, eitt sér, eða í
félagi við aðra. Til eru dæmi þess að op-
ið er á milli vinnslusala og íbúðarhús-
næðisins, þannig að trekkurinn og lyktin,
sem óneitanlega fylgir fiskvinnslunni er
viðloðandi allan sólarhringinn. Enga
eldunaraðstöðu er að finna þótt fólk kysi
að elda mat sjálft og lækka þannig fæðis-
kostnað. Aðstöðu til þvotta er víða mjög
ábótavant, hreinlætisaðstaða takmörkuð
og þannig mætti halda áfram að telja
upp. En það sem er hvað alvarlegast er
skorturinn á öryggi þess fólks, sem í ver-
búðum býr. Hér er fyrst og fremst átt við
eldvarnir. í Vestmannaeyjum er dæmi
þess að verbúð er á þriðju og fjórðu hæð
vinnslustöðvar, undir timburþaki. Hús-
inu er lokað skömmu fyrir miðnætti,
jiannig að enginn kemst út né inn án
þess að hafa samband við húsvörð á fyrstu
hæð. Gluggar eru flestir lokaðir, en þeir
sem eru opnanlegir eru byrgðir járn-
rimlum. Ef eldur kæmi upp og ekki næð-
ist í húsvörðinn er engin leið önnur en
brjóta gler í glugga, sem eru fremur litlir
í jookkabót, og kasta sér til jarðar.
Full ástæða er til að setja sérstakar
reglur um aðbúnað í verbúðum, en jaó
má hengja hattsinn á reglugerð um íbúð-
arhúsnæði, sem í gildi er og ætti að sjálf-
sögðu að ná yfir verbúðir eins og annað
íbúðarhúsnæði.
j