Réttur


Réttur - 01.01.1980, Page 9

Réttur - 01.01.1980, Page 9
h'kar ekki vistin einhverra hluta vegna og vill ráða sig í vinnu annars staðar, þar sem ef til vill væri meiri þiirf fyrir vinnu hans, þá á hann það á hættu að missa at- vinnuleyfið ogvera vísað úr landi. Þar sem útlendingar í fiskvinnu eru ráðnir venjulega til hálfs eða heils árs, þá get ég ekki betur séð, en þessi ákvæði stríði á móti þeirri meginreglu, sem gild- ir í íslenskum vinnurétti um gagnkvæm- an uppsagnarfrest, sem á báða bóga er frá einni viku og lengst þrír mánuðir. Farandverkafólk og verkalýðshreyfingin Að sjálfsögðu er farandverkafólk fé- lagsmenn í verkalýðshreyfingunni, og á að slást fyrir sjálfsögðum réttindum sín- um innan vébanda hreyfingarinnar og með iiennar liðsinni. En það verður að játast að staðreyndin er sú, að fjöldi far- andverkafólks er ekki í neinu verkalýð- félagi. Samkvæmt skipulagsreglum Al- þýðusambandsins og lögum ber verka- manni að vera í verkalýðsfélagi, ]oar sem lögheimili hans er. Þetta hefur haft í för með sér þann annmarka, að þeir sem að jafnaði vinna fjarri sinni heimabyggð eru jafnframt fjarri sínu verkalýðsfélagi. Þeir geta ekki starfað innan þess félags, þar sem þeir eru fullgildir félagsmenn, og það sem er alvarlegast, þeir ná ekki að greiða atkvæði um kaup og kjör, nema fara heirn. En e.t.v. er á sama tírna í verka- lýðsfélaginu, þar sem þeir eru að vinna, atkvæðagreiðsla um nákvæmlega sömu samninga, og þar ætti aðkomufólkið því að geta látið álit sitt í ljós með þátttöku í atkvæðagreiðslunni. Ef vilji er fyrir hendi ætti að vera hægt að leysa mál af þessu tagi. Skipulag vekkalýðshreyfingar- mnar er því miður þungt í vöfum og VíSa er aðbúnaSi að verbúSum mjög áfátt. Dæmi- gerS þvottaaSstaSa farandverkafólks í verbúS: Myndin er frá verbúS í Grindavik. getur leitt til þess, að félagsmanni geng- ur illa og seint að nota þann rétt, sem hann á, þegar hann dvelur langt fjarri sínu stéttarfélagi. Þetta getur átt við um greiðslur úr sjúkrasjóðum, lífeyrissjóð- um og vegna atvinnuleysis, þrátt fyrir góðan vilja starfsmanna verkalýðsfélag- anna. Þjónusta verkalýðsfélaganna við sína félagsmenn og aðkomufólk er sums staðar nánast engin. Það er varla von, ef engin er skrifstofan og starfsmaður ekki Iieldur. Vel rekin skrilstofa með hæfu starfsliði er liverju verkalýðsfélagi mjög dýrmætur þáttur starfseminnar og getur verið grundvöllur öflugs félagsstarfs. Það er samdóma álit þeirra, sem til þekkja, að til þess að rétta hlut farand- 9

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.