Réttur


Réttur - 01.01.1980, Page 28

Réttur - 01.01.1980, Page 28
1842 liefndu Bretar ófaranna með blóð- ugri herferð — og þannig mætti lengi rekja ljóta sögu. — 1919 sagði Afghanist- an Englandi stríð á hendur og við friðar- samninginn 8. ágúst 1919 lauk yfirráðum Englands yfir utanríkispólitík Afghanist- ans, —27. mars 1921 gerðu Afghanistan og Sovétríkin vináttusamning og Sovétríkin afhentu Afglianistan landamærahéruð, sem rússneska keisarastjórnin hafði lagt undir sig 1884 og 1895. Sífelldar deilur voru innan Afghanist- an um völdin, konungum steypt með valdaránum og ættflokkaóeirðir tíðar. íhúar eru taldir rúmar 15 milljónir, fjór- ir fimmtu Idutar ólæsir og óskrifandi. Þjóðfélagsskipan er víða enn miðaldanna: stórjarðeigendur og hálfánauðugir hænd- ur. Verkalýður fámennur. Aðalatvinna kvikfjárrækt og akuryrkja. Bretar höfðu lagt jámhrautir að landamærunum. Sov- étstjórnin lagði nýlega hílahraut til Ka- bul, höfuðborgarinnar. II. Stjórnmálaþróun síðustu áratuga og ára Róttæk lýðhreyfing gegn konungsein- veldi og aðalsdrottnum tók að láta á sér bera um miðja öldina. Tiltölulega frjáls- ar kosningar til „frjálslynda þingsins (1949—52) sýndu að um 50 vinstri sinn- aðir þingmenn náðu kosningu á þingið, er skipað var 120 þingmönnum. En kon- ungsstjórninni og afturhaldinu leist ekki á blikuna: Frelsishreyfingamar og hlöð þeirra voru hönnuð áður en kosningar áttu að fara fram 1952. En frelsishreyfing- in óx. Mágur konungs, Mohammad Da- oud, notaði tækifærið og rændi konung- inn völdum í sept. 1953, og gerðist for- sætisráðherra. Hann snéri sér til Sovét- ríkjanna um efnahags- og hernaðaraðstoð. Daoud ríkti í 10 ár og urðu allmiklar efnahagsframfarir undir stjórn hans. I mars 1963 sagði hann af sér. Lýðhreyfingar höfðu vaxið nokkuð á þessu skeiði: Nur Mohammad Taraki, hugsjónamaður og skáld, tók að gefa út blaðið Khalq (Eólkið). Komu út sex blöð Irá apríl 1966 — 16. maí 1966. Elokkur eða hreyfing undir sama nafni og undir forustu Taraki, barðist fyrir frelsi alþýðu af oki yfirstéttanna. Blaðið var bannað og hreyfingin ofsótt, einkum vegna har- áttu fyrir jarðaskiptingu á milli bænda. Khalq-flokkurinn klofnaði 1967 og Bahrak Karmal stofnaði flokkinn Par- cham með samnefndu hlaði („Fáninn"). Sumir töldu það hlað „nær Moskvu“, en aðrir héldu flokk jiess hafa tengsl við valdhafana. Khalq þótti óháð. Ókyrrð varð allmikil, nýir flokkar risu upp og 17. júlí 1973 gerði Daoud bylt- ingu gegn konungi og stjórn, studdur af hernum, og lýsti yfir lýðveldi, varð sjálf- ur forseti og forsætisráðherra. Daoud fannst hins vegar allar tilraunir með lýð- ræði hafa mistekist og tók 1977 að stjóma að hætti einvalda með frændur sína í æðstu stöðum. Lýðhreyfingin gegn þessu afturhaldi óx. í júlí 1977 sameinuðust Khalq og Parcham til baráttu gegn afturhaldinu. í apríl 1978 tekur þessi sameinaði flokkur (Lýðræðisflokkur aljrýðu í Afg- Iianistan,PDPA er enskaskammstöfunin) völdin. Taraki, sem var formaður flokks- ins verður forsætisráðherra og formaður hyltingarráðsins. Tíu af ráðhemmum 28

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.