Réttur


Réttur - 01.01.1980, Qupperneq 29

Réttur - 01.01.1980, Qupperneq 29
(i!l) höfðu fengið menntun sína í Banda- ríkjunum, allir ráðherrarnir gátu talað ensku, aðeins fjórir rússnesku. Megnið af jjeim voru menntamenn. Babrak, senr var glæsilegur ræðumaður og hafði þann- ig haft mikil áhrif á þinginu í Afghanist- an, meðan það stóð, varð varaforsætisráð- herra. Herforingjarnir, sem í stjórninni voru, voru liins vegar með Amin, og í júlí 1979 var Babrak og fleiri settir út úr stjórninni og gerðir sendiherrar erlendis. Amin hafði orðið forsætisráðherra 28. mars 1979 og hrifsaði nú æ meiri völd til sín. (Sumum myndi þykja það undarlegt, að Amin, forsætisráðherra byltingar- stjórnarinnar, hafði hlotið menntun sína í Columbia-háskólanum í Bandarikjun- um.) Erfiðleikar byltingarstjórnarinnar við að íramkvæma áform sín uxu. En þau voru aðallega þessi: Afnema okrið, —■ tryggja konum jafnrétti, — banna gifting- ar að konum nauðugum, — veita land- lausum bændum jörð, þó mjög takmark- að. Ýmislegt af J)essu mætti mótspyrnu: Karlmenn uppaldir í miðaldahugsunar- hætti, vildn fá að ráða giftingu dætra sinna og gátu ekki hugsað sér konur sitja á skólabekk með karlmönnum! En alvar- legust varð mótspyrnan frá stórjarðeig- endunum og svo ofstækisfullum Mú- hameðstrúarmönnum. Og ættflokkadeil- ur spruttu upp að nýju og Pakistan og CIA kynntu auðvitað undir. Þannig drápu t.d. uppreisnarmenn í Herat 50 sovéska tæknimenn, konur þeirra og börn áður en stjórnarlið gat komið aftur á reglu. Þann 5. des. 1978 gerir ríkisstjórn Afg- hanistans samning við Sovétríkin um vináttu-, efnahags- og pólitískt samstarf og, ef á þarf að halda, hernaðarlega að- stoð. Eftir að Amin varð áhrifamestur í rík- isstjórninni virðist framkvæmd á póli- tik ríkisstjórnarinnar einkennast af því oflorsi og ofstæki,, sem oft helur orðið til að granda lýðbyltingum. Það var ekki aðeins að gengið væri fram með grimmd gagnvart J)eim, sem urðu fyrir barðinu á stefnunni, heldur voru og ofsóttir J)eir llokksfélagar, sem voru á annarri skoðun en Amin. 14. september 1979 tekst Amin að drepa Taraki, sem verið hafði hinn við- urkenndi leiðtogi flokksins, og hrifsa til sín öl 1 völd. Um leið herða 'fjandmenn apríl-byltingarinnar innanlands upp- reisnarbaráttu sína og njóta í vaxandi mæli stuðnings Pakistans, Bandaríkjanna, olíuríkja Múhammeðstrúarmanna og jafnvel Kína. Tekur nú ringulreiðin og hættuástand- ið í landinu að ná hámarki sínu og öllu J)ví, sem ávannst með apríl-byltingunni 1978 er stefnt í voða. „Neue Zuricher Zeitung“, hið viður- kennda borgaralega blað í Sviss, segir svo frá 15. janúar 1980, að „hin mikla áætl- un (andstæðinga byltingarinnar: Innsk. „Réttar) var að láta mikið af uppreisnar- mönnum stökkva í fallhlífum niður yfir Kabul og aðrar borgir í janúar eða febrú- ar og binda endi á hina hötuðu komm- únistastjórn.“ Greinilegt er því að með ógnarstjóm Amins og vaxandi ringulreið í landinu var ekki aðeins ávöxtum lýðbyltingarinn- ar í apríl 1978 stofnað í hættu, heldur og stór hætta á að hin innlendu uppreisnar- öfl og erlendir erindrekar Pakistans, Bandaríkjanna og annarra næðu Afg- hanistan á sitt vald. 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.