Réttur


Réttur - 01.01.1980, Page 37

Réttur - 01.01.1980, Page 37
BANDARIKIN BAKDYRAMEGIN Það vantar ekki glæsileikann, þegar venjulegur maður, — ekki frá „guðs eigin landi“ — kemur til Bandaríkjanna t.d. til New York. „Frelsisgyðjan“ með kyndilinn á lofti býður hann velkominn — ef hann er ekki kommúnisti — og bak við gnæfa skýjakljúf- ar mestu auðkýfinga og auðfélaga heims, teygja sig hátt til himins eins og kirkjurnar við „Fimmtu-tröð“, sem hvítu auðmennirnir hafa látið byggja, undir niðri annað hvort guði sínum, Mammon, til dýrðar eða til að gefa fyrir svartri sálu sinni. Þjóðin, sem byggir þetta stóra land, er 5% jarðarbúa, en hún tekur til sín 27% af framleiðslu heimsins — og henni er hræðilega misskipt innbyrðis. Milljónamæringarnir drottna svo gersamlega í þessu landi sem kennir sig við lýðræði, að aðeins um helmingur þeirra, er rétt hefðu til að kjósa, fer á kjörstað. Hinn helmingurinn situr heima. Hann veit það þýðir ekkert að vera að kjósa: auðhringarnir ráða hvort sem er. — Það sést máske best, þegar Carter nú bauð sig fram í nafni Krists, og lofaði útrýmingu atom- vopna — og boðar nú gífurlega aukningu vopnaframleiðslunnar, andskotanum vafa- laust til ánægju, ef hann væri til, — en að minnsta kosti „kaupmönnum dauðans", vopnahringunum til óblandinnar gleði — og enginn þarf að efast um tilveru þeirra. 37

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.