Réttur


Réttur - 01.01.1980, Page 47

Réttur - 01.01.1980, Page 47
Pétur Ottesen: „Ég verð að segja það, að mér virðist ákaflega alvarlegt og stórt spor stigið, þegar horfið er frá hlutleysisstefnu þeirri, sem við höfum fylgt, og í stað þess að mótmæla harðlega hertöku lands- ins, eins og gert var, þegar Bretar komu hingað í þeim erindum, að liverla nú að því að fela öðru herveldi hervernd hér á landi.“ Þorsteinn Briem: ,,Mér er ljós munurinn á því að geta sagt, ef árekstrar verða við hið erlenda herlið: Það vorum ekki við, sem óskuð- um eftir að þið kæmuð — eða að fá hitt svarið frá hinu máttuga herveldi: Þið báðuð okkur að koma.“ Sigurður Hlíðar vitnaði í mismunandi orðalag í tilkynningum ríkisstjórnarinn- ar og Bandaríkjaforseta, „ófrið“ og ,,hættuástand“: „Hvernig ber að skilja þetta? Er hér verið að draga úr því skilyrði íslenzku stjómarinnar, að þeir skulu hverfa burt strax og ófriðnum er lokið? Er þetta orð „hættuástand" ekki allteygjanlegt? Og á þá Bandaríkjaforseti að dæma um það, hvenær þessu hættuástandi er lokið? Get- ur ekki verið, að því teljist ekki lokið, fyrr en löngu eftir að styrjöldinni linnir, eða er þetta fyrirheit um jrað, að þeir ætli aldrei að fara aftur? — Ég hjó eftir þeim orðum hæstvirts ríkisstjóra í dag, að í |æssu stórmáli ætti hver þingmaður að fara eftir sannfæringu sinni, og hafa þessi orð verið að vefjast fyrir mér siðan. Ég hef spurt sjálfan mig, hvernig ég ætti að samræma það tvennt að vera með mál- inn og vernda sannfæringu mína. — Mun ekki verða kornizt hjá að gera þennan samning við Bandaríkin, því að hnífur- inn er á barka okkar. Þessi ríki hafa ráð okkar allt í hendi sér og geta bannað alla flutninga til landsins, þau geta kom- ið í veg lyrir það, að við getum flutt einn fiskugga úr landi og stefnt þannig fjárhag okkar og lífi í liættu.“ Jón Pálmason: „Mér er mjög ógeðfellt að samþykkja það, að erlendar liersveitir séu hér á landi, ett vegna þess að ríkisstjórn íslands hefur þegar samþykkt þetta, og ég tel Al- þingi ekki hafa aðstöðu til að breyta þeirri ákvörðun án hættulegra afleiðinga, og vegna ýmissa upplýsinga, sem ég hef fengið á þingi og utan þess um það, hvað knúið hafi ríkisstjórnina til ákvörðunar sinnar, þá tel ég þó ekki fært annað en að fallast á það, sem orðið er.“ Til samanburðar skulu sýnd ummæli formanns Alþýðuflokksins, Stefáns Jó- hanns Stefánssonar: „Hlutleysishugtakið, ef svo mætti segja, er orðið nokkuð ruglað á þessum tímum. — Það má í raun og veru óendanlega um J:>að deila, hvort jressi eða hinn verknað- urinn sé bi'ot á hlutleysi. — Ég hygg líka, að |)ví sé nokkuð vandsvarað, hvort hér sé um brot á áðurlýstri stefnu að ræða.“5) Þingmenn Sósíalistaflokksins mót- mæltu auðvitað ýtarlega og greiddu einir atkvæði gegn herverndaróskinni, en báru auk þess fram þingályktunartillögu jæss efnis, að „Ríkisstjórnin fari þess á leit við Banda- ríkin, Bretland og Sovétríkin, að jrau gefi sameiginlega yfirlýsingu um, að J)au skuldbindi sig til að viðurkenna algert frelsi, fullveldi og friðhelgi Islands að styrjöldinni lokinni og taka ábyrgð á því, 47

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.