Réttur - 01.01.1980, Page 49
þeirri niðurstöðu, að vegna tilkomu
kjarnorkusprengjunnar og langdrægra
skottóla muni Jrað „mála sannast, að
hlutleysisstefnan Jiafi aldrei átt meiri rétt
á sér en nú, því að nú er hún orðin smá-
þjóðunum lífsnauðsyn.“
Eftir þetta er fremur hljótt um málið
í nokkra mánuði nema hvað aðalfundur
Stúdentafélags Reykjavíkur í janúar skor-
ar á ríkisstjóm og Alþingi að ganga ríkt
eftir Jrví, að erlendu herveldin standi við
samning um að fara, að svara afdráttar-
laust neitandi tilmælum erlendra ríkja
um herbækistöðvar og taka ekki á sig
nokkrar Jrær skuldbindingar varðandi
þátttöku í aljrjóðasamtökum, er leiði til
J^ess, að útlendur her sitji í landinu.
Þegar kemur íram í mars 1946, taka
menn aftur að ókyrrast. Þá var sýnt orð-
ið, að Bretar fluttu sitt herlið burt
tregðulaust, en Bandaríkjamenn sýndu
ekki á sér neitt fararsnið. Um miðjan
febrúar voru sex mánuðir liðnir frá
stríðslokum og þá áttu Bandaríkin að
vera farin með her sinn.
Stúdentar létu enn að sér kveða og
vildu efna til almennra funda til um-
ræðu og vakningar um málið. En nú brá
svo við, að Jreir fengu ekkert kvikmynda-
hús leigt til þess og meirihluti útvarps-
ráðs synjaði umræðum á sínum vett-
vangi. Var þá 31. mars haldinn mjög fjöl-
mennur fundur í Miðbæjarskólaportinu
og samtímis hófu háskólastúdentar út-
gáfu blaðsins „Vér mótmælum allir“, og
komu út 4 tbl. af Jrví Jrá um vorið. Skor-
að var á öll fjöldasamtök að gera sam-
Joykktir um málið. Drifu nú að samþykkt-
ir félaga úr öllum landshornum, þar sem
lagst var gegn herstöðvum í sérhverri
mynd.
Ráðherrar Sósíalistaflokksins hótuðu
nú að fara úr nýsköpunarstjórninni, ef
tilmælum Bandaríkjanna væri ekki hafn-
að. Rétt er að hafa í huga, að Alþingis-
kosningar voru fyrir dyrum í lok júní.
Málaleitan Bandaríkjanna var síðan vís-
að á bug — í bili — og við útvarpsumræð-
ur um vantraust á ríkisstjórnina 26. apríl
gaf forsætis- og utamíkisráðherra Ólafur
Thors nokkra skýrslu um málið. Eftir-
minnilegustu orð hans um Bandaríkin
í Jæirri ræðu munu vera þessi: „En Jieg-
ar þau beiddust þess, sem íslendingar
engurn vilja í té láta, var ekki liægt að
segja já.“1 °)
í 1. maí dagskrá Aljrýðusambands ís-
lands í útvarpinu flutti sr. Sigurbjörn
Einarsson ræðu, Jrar sem segir meðal ann-
ars:
„Eitt er það mál, sem undanfamar vik-
ur og mánuði hefur verið ofar á dagskrá
okkar íslendinga en önnur, og ekki að
tilefnislausu, en J)að er herstöðvamálið
svokallaða eða sjálfstæðismál okkar. —
Má vera, að einhverjum íinnist það hálf-
vegis út í hött að taka þetta mál einkum
til meðferðar nú, Jjjóðin sé Jregar búin
að afgreiða Jrað, eða ríkisstjómin fyrir
hennar hönd, eftir því sem forsætisráð-
herra hefur lýst yfir, svo sem skemmst er
að minnast. Góð var sú yfirlýsing, satt
er Jrað. — En ekki er þetta mál þar fyrir
útkljáð eða úr sögunni, Jjað skyldi enginn
halda, og þeir sem það kunna að hugsa,
eru ekki fróðir um Jrað, hvaða mál helst
ber á góma manna á meðal né hvernig
Jjað mál er rætt. — Við höfum nú í nokk-
ur ár verið allmikil gróðaþjóð. Þau und-
ur hafa skeð, að íslendingar eru rík þjóð.
Þá kemur upp úr kafinu, að við eigum
ekki bjargarvon nema með því móti að
selja af höndum landsréttindi og tefla í
fullkomna tvísýnu Jjví sjálfstæði, sem við
49