Réttur - 01.01.1980, Page 50
liðum mest fyrir að eiga ekki og megin-
orka þjóðarinnar í nærfellt hálfa aðra öld
hefur farið í að endurheimta. — Það sem
ísum og eldi, áþján og sóttum tókst ekki
á 6 öldum, ættu þá allsnægtir og auðsæld
að hafa gert á 6 árum, þ. e. að blása úr
okkur mannrænunni. — Við getum ekki
gert sjálfum okkur og niðjum okkar verri
málaspjöll en þau að gera ísland viljandi
að víghreiðri. Við eigum einn banda-
mann, Islendingar, og aðeins einn, sem
aldrei bregst okkur, og það er rétturinn,
rétturinn að guðs lögum til þessa lands.
— Ef við bregðumst réttinum sjálfir,
förum að leggja hann undir í alþjóðlegu
glæfraspili, þá höfum við svikið sjálfa
okkur í tryggðum, og hvers virði eru þá
annarra þjóða tryggingar, ábyrgðir og
skuldbindingar? — En þeir, sem af ótta
við Rússa vilja flana í fangið á Ameríku,
minna mig á óheppna fjallgöngumenn,
sem hlaupast fyrir björg af ótta við tröll-
in í þokunni."11)
17. júní 1946 sagði Ólafur Thors for-
sætisráðherra um herstöðvamálið í ræðu
sinni: „Tel ég ekki ástæðu til að ræða
það á þessum frelsisdegi, einfaldlega
vegna þess, að langt er um liðið, frá því
að íslendingar tóku af skarið og kváðu
upp úr með það, að þeir gætu ekki orðið
við slíkum beiðnum. — Þau ummæli eru
skýr og tvímælalaus. í þeim felst, að á
friðartímum vilja íslendingar ekki hafa
hernaðarbækistöðvar í landi sínu.“12)
Alþingiskosningar fóru fram í lok júní,
og kepptust þá flokkarnir um að krefjast
þess eða a. m. k. gefa í skyn, að þeir teldu
sjálfsagt mál að öllum kröfum um her-
stöðvar væri endanlega hafnað og banda-
ríska herliðið hypjaði sig brott. Allir
flokkar nýsköpunarstjómarinnar unnu á
og þó Alþýðuilokkurinn mest.
Mikill uggur var þó greinilega enn í
fólki um þetta leyti, og fram eftir sumri
héldu áfram að berast samþykktir gegn
herstöðvum frá verkalýðsfélögum, stúd-
entasamtökum, kvenfélögum, ungmenna-
og íjrróttasamtökum. Sambandsþing Ung-
mennafélags íslands 5.-6. júlí krafðist
brottflutnings herliðsins og taldi, „að
vernd erlendra ríkja, sem beðið er um
eða tekið mótmælalaust, geti verið jafn-
skaðleg frelsi þjóðarinnar og framtíð sem
beinar árásir."13)
Bandaríkjastjórn hafði nú skilist, að
hún hafði larið of fruntalega í sakirnar
einsog á stóð, og ákvað í samráði við ís-
lenska hollvini að taka upp áfangakerfi.
Keflavíkursamningurinn 1946
Fimmtudaginn 19. september 1946 var
svohljóðandi mál lagt fyrir Alþingi: „Til-
laga til þingsályktunar um heimild fyrir
ríkisstjórnina til að gera samning við
Bandaríki Ameríku um niðurfellingu
herverndarsamningsins og fl.“ Þetta og
fl. var reyndar Keflavíkursamningurinn
frægi. En í honum fólust áframhaldandi
not Bandaríkjanna af Keflavíkurflugvelli
næstu 6 ár. Svo var látið heita, að banda-
rískt flugfélag American Overseas Air-
lines fengi lendingarleyfi vegna birgða-
flutninga til hernámsliðsins í Þýskalandi.
í fxamsöguræðu sinni fyrir tillögunni
sagði Ólafur Thors m. a.:
„Að nefna þennan samning í sömu
andránni og hið svokallaða herstöðvamál
er goðgá. — Þannig báðu Bandaríkin þá
um land af okkar landi til að gera það
að landi af sínu landi. Nú aftur á móti
afhenda Bandaríkin okkur Hvalfjörð,
Skerjafjörð, Keflavík, allt ísland.“14)
Brynjólfur Bjarnason sagði hinsvegar:
50