Réttur - 01.01.1980, Side 52
„Ef Bandaríkin setja það sem skilyrði
fyrir efndum loforða sinna, að þeim séu
veitt ný réttindi, er það ekki annað en
nauðung. Þá eru þau ekki að semja við
okkur sem frjálsa og fullvalda þjóð, held-
ur sem hersetið land, er þau eiga alls kost-
ar við. Nýja samninga við Bandaríkin
getum við þá fyrst gert, er þau hafa stað-
ið við samningsbundnar skuldbindingar
sínar. Þá fyrst geta ísland og Bandaríkin
samið sem jafnréttháir aðilar.“15)
Fyrri umræðu um samninginn lauk á
laugardag, og á sunnudaginn var haldinn
mótmælafundur í Miðbæjarskólaportinu
á vegum Alþýðusambands íslands, Stúd-
entafélags Reykjavíkur og Bandalags ís-
lenskra listamanna. Þar héldu aðalræð-
urnar Stefán Ögmundsson, Sigurbjörn
Einarsson og Halldór Kiljan Laxness,
sem sagði m.a.:
„Samningurinn táknar uppgjöf full-
veldis íslands. — Engin þjóð getur samið
af sér réttinn til að ráða landi sínu. —
Þeir, sem semja slíkan rétt af þjóðinni,
heita landráðamenn, hvort lieldur þeir
skríða saman fleiri eða færri.“1G)
Alþýðusambandið boðaði síðan alls-
herjarverkfall til að mótmæla samningn-
um frá kl. 1 á mánudag til jafnlengdar
á þriðjudag. Verkfall þetta varð algert og
er stórtækasta aðgerð, sem verkalýðshreyf-
ingin hefur enn beitt sér fyrir í þessu
máli. Sama dag var haldinn fundur á
Lækjartorgi á vegum ASÍ og fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Á hon-
um voru um 8 þúsund manns, sem þá
þótti mikið í Reykjavík. Þar var samn-
ingnum mótmælt og krafist þjóðarat-
kvæðis. Sama kvöld var haldinn almenn-
ur stúdentafundur í Háskólanum og
samningsuppkastinu mótmælt.
1 kjölfar þessa rigndi enn yfir mót-
mælasamþykktum gegn samningsupp-
kastinu, einkum frá verkalýðsfélögum
víðsvegar að. Kallað var og saman auka-
þing Bandalags starfsmanna ríkis og bæja,
þar sem krafist var þjóðaratkvæðis um
málið. En allt kom fyrir ekki, og samn-
ingurinn var afgreiddur frá Alþingi 5.
október með 32 atkvæðum gegn 19, en 1
sat hjá. Þá voru alþingismenn ekki nema
52. Á móti voru allir 10 þingmenn Sósíal-
istaflokksins, 7 Framsóknarmenn og 2
Alþýðuflokksmenn.
Vafalítið er þetta örlagaríkasti ósigur,
sem íslenskir hernámsandstæðingar hafa
beðið til þessa. Einkum vegna þess, að
hroki og virðingarleysi meirihluta Al-
þingis gagnvart kröfum almennings
hnek'kti þeirri vaxandi sjálfsvirðingu,
sem verkalýðshreyfingin hafði verið að
öðlast vegna sigra sinna á næstliðnum ár-
um. Má þar nefna niðurbrot gerðardóms-
laganna 1942, lífskjarabyltinguna sama
ár, þjóðfrelsisvakninguna kringum lýð-
veldisstofnunina 1944 og loks frávísunar-
kröfunnar um herstöðvar til 99 ára. Nú
fylltust margir vonleysi, og sú skoðun
gróf um sig, að slík mótmæli væru til-
gangslaus, þau yrðu einfaldlega hunds-
uð. A. m. k. hafa heildarsamtök verka-
lýðsins ekki lagt út í þvílíkar aðgerðir
síðan vegna þessa máls, heldur í mesta
lagi látið þingsamþykktir nægja. Enda var
nú við fjölþjóðaauðvald að etja. Þess ber
líka að geta, að hernámssinnar náðu
meirihluta í Alþýðusambandi íslands
haustið 1948 og héldu honum í 6 ár.
En um þessar mundir var Þjóðvarnar-
félagið stofnað, og hóf það útgáfu blaðs-
ins Þjóðvörn, sem kalla mátti að væri
arftaki blaðsins Útsýnar frá árinu áður,
enda aðstandendur þess hinir sömu eða
svipaðrar gerðar. Nokkur tölublöð komu
52