Réttur - 01.01.1980, Síða 53
út í október 1946, en síðan dofnar yfir fé-
laginu uns næsta stórorrusta hefst kring-
um inngönguna í NATO veturinn
1948-49.
Atlantshafsbandalagið — 30. mars 1949
í júlí 1948 gerðist íslands formlegur
aðili að svonefndum Marshallsamningi.
Honum var fremur lítill gaumur gefinn
af almenningi, enda á lítt skiljanlegu hag-
fræðimáli. Það mun þó mála sannast, að
einmitt með honum hafi íslendingar ver-
ið reyrðir þeim römmu efnahagsfjötrum
við Bandaríkin, sem örðugast verður að
slíta. Natóaðildin 1949 og hemámið 1951
voru í reynd aðeins nánari útfærsla ])essa
samnings. En ein óbein afleiðing lians
varð vaxandi atvinnuleysi á næstu 2—3
árum.
Hljótt var annars um undirbúning að
stofnun Atlantshafsbandalagsins í flestum
íslenskum blöðum framundir árslok
1948. og væri Þjóðviljinn ekki til, mætti
naumast sjá, að íslendingar hefðu haft
nokkurn pata af þeim fyrirætlunum. Þó
ýjar Stefán Jóhann Stefánsson forsætis-
ráðherra að þessu í ræðu sinni 17. júní:
,,Þær þjóðir hér í állu, sem á almennan
mælikvarða eru nefndar smáþjóðir, þótt
fjölmennar séu í samanburði við Islend-
inga, eins og svonefnd Beneluxlönd, klífa
nú þrítugan hamarinn til þess að skapa
sér aukið öryggi, ef til átaka skyldi koma.
Það er vissulega einnig alvarlegt umhugs-
unarefni lyrir íslenzka lýðveldið og mik-
ið undir því komið, að þar takist að ráða
giftusamlega fram úr.“17)
En blaðran springur eftir 1. desember
1948, og enn eru það háskólastúdentar,
sem gefa upp boltann. Meirihluti Vöku
hafði fallið í Stúdentaráðskosningunum
í október, og sr. Sigurbjörn Einarsson var
valinn sem aðalræðumaður í útvarpinu
I. desember. Ræðan hét Haldi hver vöku
sinni, og í henni eru m.a. þessar setning-
ar:
„Hlutleysið felur í sér hættu, það er
ljóst, það felur í sér hernámshættu, það
tryggir ekki gegn árásarhættu. En öll
skakkaföll, sem vér verðum fyrir sem
hlutlaus þjóð, eru bætanleg. Hitt verður
aldrei bætt, ef vér gefum það upp með
öllu því, sem slík uppgjöf felur í sér og
leiðir af sér. — Þjóðin stenzt plágur flestra
tegunda, annars værum vér ekki til í
dag. — Enn mundi þjóðin lifa og geta átt
sér framtíð, þótt svo óskaplega færi, að
helmingur hennar félli fyrir aðvífandi
eða stríðandi morðingjum. Hitt lifir hún
ekki að gefa upp málstað sinn, hasla sér
völl sem hjálenda, láta hernema líkama
sinn, land ogsál.“18)
Hófust nú ofboðslegar árásir á sr. Sig-
urbjörn í hernámsblöðunum. Frægasta
setning Morgunblaðsins í því sambandi
er líklega þessi:
„Lítt mun þeim duga tíst hins smurða
Moskvuagents, séra Sigurbjarnar Einars-
sonar, eftir að guðsmaður sá hefur til-
kynnt alþjóð manna, að vel mætti myrða
annan hvern íslending, ef fyrir þær blóðs-
úthellingar fengist það hnoss, að íslenzka
þjóðin yrði Moskvuvaldinu auðsveip."19)
Stúdentar tóku upp hanskann fyrir
ræðumann sinn á almennum stúdenta-
fundi 14. desember, og lýsti meirihluti
fundarmanna fullum stuðningi við skoð-
un hans á hlutleysi íslendinga.
Útvarpsræða forsætisráðherra, Stefáns
jóhanns Stefánssonar, á gamlárskvöld
hleypti nýrri skriðu af stað. Sú ræða hef-
ur aldrei birst á prenti, en þjóðhollum
mönnum þótti hún hið mesta endemi.
53