Réttur - 01.01.1980, Page 63
keisai'inn sneri heim, olíuhringamir náðu
tökunum aftur.
Um þetta valdarán birtist í Bandaríkj-
unum bók eftir Kermit Roosevelt, sem
vann fyrir CIA í Austurlöndum á 6. ára-
tugnum. Titillinn er „Gagnbylting. Bar-
áttan urn lran“ („Gountercoup. The
Struggle for Control of Iran“).
En þegar búið var að prenta bókina
var hún eyðilögð. Ástæðan var að B.P.
(sem eitt sinn hét Anglo-Iranian Co.)
hafði fengið höfundinn til að strika út
allt, sem sagt var um olíuhringinn!
Sá bandaríski hershöfðingi, er stjórnaði
gagnbyltingunni 1953 hét Norman
Schwartzkopf.
Fyrir rétti í Teheran lýsti hershöfðingi
flughersins íranska því ylir að „Huyes,
bandarísknr hershöfðingi, hefði kastað
keisaranum eins og dauðri rottu út úr
landinu“ þegar byltingin var gerð gegn
honum 1979. — Þá ætlaði Bandaríkja-
stjórn að setja aðra þæga stjórn í staðinn.
Hún var orðin sannfærð um að keisarinn
myndi rnissa völdin og hafði jrví sent
Huyes til landsins til þess að telja hers-
höfðingjana ofan af því að reyna valda-
rán, því það myndi mistakast. Huyes átti
að reyna að finna einhverja, sem gætu
orðið góðir bandamenn Bandaríkjanna
en tekið viildin. En það mistókst allt.
Jiminez, einræðisherra í Venezuela, var
rekinn frá völdum 1958. Þá lýsti banda-
ríska utanríkisráðuneytið yfir eftirfar-
andi: „Sem forseti Venezuela var hann
höfuðsmaður verstu og spilltustu gerræð-
is- og einræðisstjórnar í nútíma sögu
rómönsku Ameríku."
Nokkru áður en Jiminez var steypt
fékk hann eitt æðsta heiðursmerki
Bandaríkjanna, afhent af Eisenhower.
Rökin fyrir veitingu heiðursins voru:
„Framúrskarandi framkoma í hinu háa
embætti . . . starf hans að velfarnaði
lands síns .... stöðug árvekni gagnvart
undirróðri konnnúnismans — vináttu við
Bandaríkin."
I október 1945 settu Bandaríkjamenn
bandarískan borgara af kóreönskum ætt-
um, Syng-man Rhee, sem forseta í Suður-
Kóreu. — 26. apríl 1960 létu þeir hann
detta. Það var ekki einu sinni hægt að
notast við hann, þó hann léti skjóta á
mannfjöldann, er mótmælti honum.
Tveim áratugum seinna fór álíka fyrir
Park, einræðisherra Bandaríkjanna í Suð-
ur-Kóreu.
1961 var Diem gerður forseti Banda-
ríkjamanna í Suður-Víetnam, „ekta
bandamaður vegna andstöðu sinnar við
kommúnista." — 2. nóvember 1963 var
Diem myrtur, bróðir hans sömuleiðis.
Það var síðar upplýst að það var CIA,
leyniþjónusta Bandaríkjanna, sem lét
myrða hann.
Það virðist hœttuleg staða að vera úr-
vals bandamaður Bandaríkjanna.
63