Réttur


Réttur - 01.01.1981, Síða 10

Réttur - 01.01.1981, Síða 10
eldflaugar um borð áttu aðgang að höfn- unum. Og 1980 gerðist Noregur aðili að rafeindanjósnakerfi Nato (AWACS). Herstjórn Bandaríkjanna hefur því að- gang að 11 rafeindanjósnastöðvum þar, sem allar eru í nánd sovésku landamær- anna og nú er verið að bæta 8 slíkum stöðvum við. Herstjórn Bandaríkjanna getur flutt kjarnorkuvopn til Danmerkur, — ef „hættuástand” skapast — og hún annast sjálf allt eftirlit með þeim vopnum: Hún getur því, er henni sýnist, látið skjóta eldflaugum á Sovétríkin, án þess að spyrja Dani og knúið þannig fram það stríð sem vitstola vopnakónga Kanans dreymir um. Kaninn hefur æfinguna í að framkalla þau stríð, sem hann vill fá. Hann hóf Víetnamstríðið á þeirri fölsku forsendu að Víetnamar hefðu ráðist á bandarískt skip, — og viðurkenndi svo 7 árum seinna að það hefði verið lygi. Nú eru Kanar að undirbúa smiði „vængjaðra eldflauga” „Cruise Missiles”. Það þarf ekki nema láta bandaríska flug- vél, sem hefur sig upp af dönskum flug- velli, skjóta slíkri eldflaug inn á Sovét- svæði — og stríðið er komið af stað, — og Kaninn hrópar upp um allan heim að Rússar hafi ráðist á Danmörku og „hinn frjálsi heimur” verði að bregðast við af öllum mætti til varnar!! En norsku herstöðvarnar, sem „hern- aðar- og stóriðjuklíkan er nú að tryggja sér liggja auðvitað enn þá betur við. Og með þeim kolvitlausu æsingamönnum, sem nú eru komnir til valda í Bandaríkj- unum, má búast við öllu illu, — þegar þeir bara þora. En höfuðatriðið fyrir þá virðist vera að hlífa Bandaríkjunum sjálf- Rannsóknarnefnd öldungadeildarinnar sannaöi að helmingur ncgrakvenna í Mississippi og Alabama borð- ar mold. um, en láta „bandamönnum” sínum (— réttara væri víst að segja „bandingjum sínum) í Evrópu blæða. Leið hergagnanna til Evrópu, a.m.k. norðurleiðin á nú að vera hvað flugið snertir: Kanada — Keflavík — Þránd- heimur. Þar með verður ísland höfuðáfangi á einni mikilvægustu leið þeirra flutninga- og kjarnorkuflugvéla, sem ætlaðar eru í „litla” kjarnorkustríðið, þar sem Evrópu- búar gagnkvæmt eiga að drepa hvor aðra — eftir ákvörðun bandarísku herstjórn- arinnar. 10

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.