Réttur - 01.01.1981, Qupperneq 61
Kambodía
Það er rétt að rifja upp nokkrar stað-
reyndir í sambandi við áróður Banda-
ríkjastjórnar og Co. í sambandi við
Kambodíu.
í mars 1969 hófu B-2 sprengjuflugvél-
ar árásir á Kambodíu að skipun Nixons
— og var þjóð Bandaríkjanna leynd
þessum morðum. í apríl 1970 réðust
bandarískar hersveitir inn í Kambodíu.
Fram að ágúst 1973 voru látlausar
sprengjuhríðar látnar dynja yfir landið,
til þess að reyna að festa í sessi leppstjórn
Lon Nol, sem Bandaríkin höfðu sett upp
18. mars 1970.
Kambodía var gerð að tilraunalandi
fyrir ,,brjálsemis”-hugmynd Nixons:
Nixon sagði við ráðunaut sinn R. Halde-
man: ,,Ég vil fá Norður-Vietnamana til
að halda að ég geri hvað sem er, til að
vinna stríðið. Við látum þá halda: ,,Guð
minn góður, Nixon er brjálaður
kommúnistahatari, það verður engu
tauti við hann komið, þegar æðið grípur
hann — hann er með fingurinn á ,,gikk”
atómbombunnar”. Ho Chi Minh mun
persónulega koma eftir tvo daga til
Parísar og biðja um frið”.
Samkvæmt þessari hugmynd Nixons
var 1969 til 1973 kastað 539129 smálest-
um sprengja á Kambodíu. (Til saman-
burðar má geta að sprengjukastið á
Japan í síðari heimsstyrjöldinni var 160
þúsund smálestir.) Ávöxtur árásanna:
Meir en hálf miljón manna drepnir, yfir
2 miljónir manna af 7 miljónum íbúa
misstu alveg húsnæði sitt.
í þessu helvíti, sem Bandaríkin skópu
fyrir 7 miljarða dollara, komst morð-
stjórnin mikla, Pol-Pot-stjórnin til valda
í apríl 1975, olli dauða þriggja miljóna
íbúa landsins að talið er og var steypt 7.
janúar 1979. (Breskur rithöfundur
William Shawcross hefur rakið þessa
harmsögu Kambodíu vel í bók sinni:
Sideshow: Kissinger, Nixon and the
Destruction of Cambodia. London 1979.)
V ígbúnaðar-vitf irringi n
Kjarnorkusprengju-forðabúr heims
geyma nú kjarnorkusprengjur, sem að
eyðingarkrafti er einni og hálfri miljón
sinnum meiri en kjarnorkusprengjunnar,
sem varpað var á Hiroshima 1945 og
varð um 200.000 manns að bana.
En það finnst „stórkaupmönnum”
dauðans í Bandaríkjunum ekki nóg. Þeir
heimta að hermálaráðuneytið fái 222
miljarða dollara á næsta fjárhagsári til
að auka á framleiðslu hverskonar vítis-
véla.
Forseti Bandaríkjanna hefur tilkynnt
tillögu um að leggja fjármagn í fram-
leiðslu ,,laser”-vopns, — einskonar
„geislavopns”, til að senda út í geiminn.
— Og yfirmaður Nato-hersins í Evrópu,
Rodgers hershöfðingi, vill að Nato, eða
a.m.k. Bandaríkin og Bretland, komi sér
upp „kemískum” (þ.e. efnafræðilega
eitrandi) vopnum.
Og hvað gera skal við aukna fjárveit-
ingu Bandaríkjanna, — auk nýrra vopna-
tegunda — er strax auðséð:
61