Réttur


Réttur - 01.01.1981, Qupperneq 61

Réttur - 01.01.1981, Qupperneq 61
Kambodía Það er rétt að rifja upp nokkrar stað- reyndir í sambandi við áróður Banda- ríkjastjórnar og Co. í sambandi við Kambodíu. í mars 1969 hófu B-2 sprengjuflugvél- ar árásir á Kambodíu að skipun Nixons — og var þjóð Bandaríkjanna leynd þessum morðum. í apríl 1970 réðust bandarískar hersveitir inn í Kambodíu. Fram að ágúst 1973 voru látlausar sprengjuhríðar látnar dynja yfir landið, til þess að reyna að festa í sessi leppstjórn Lon Nol, sem Bandaríkin höfðu sett upp 18. mars 1970. Kambodía var gerð að tilraunalandi fyrir ,,brjálsemis”-hugmynd Nixons: Nixon sagði við ráðunaut sinn R. Halde- man: ,,Ég vil fá Norður-Vietnamana til að halda að ég geri hvað sem er, til að vinna stríðið. Við látum þá halda: ,,Guð minn góður, Nixon er brjálaður kommúnistahatari, það verður engu tauti við hann komið, þegar æðið grípur hann — hann er með fingurinn á ,,gikk” atómbombunnar”. Ho Chi Minh mun persónulega koma eftir tvo daga til Parísar og biðja um frið”. Samkvæmt þessari hugmynd Nixons var 1969 til 1973 kastað 539129 smálest- um sprengja á Kambodíu. (Til saman- burðar má geta að sprengjukastið á Japan í síðari heimsstyrjöldinni var 160 þúsund smálestir.) Ávöxtur árásanna: Meir en hálf miljón manna drepnir, yfir 2 miljónir manna af 7 miljónum íbúa misstu alveg húsnæði sitt. í þessu helvíti, sem Bandaríkin skópu fyrir 7 miljarða dollara, komst morð- stjórnin mikla, Pol-Pot-stjórnin til valda í apríl 1975, olli dauða þriggja miljóna íbúa landsins að talið er og var steypt 7. janúar 1979. (Breskur rithöfundur William Shawcross hefur rakið þessa harmsögu Kambodíu vel í bók sinni: Sideshow: Kissinger, Nixon and the Destruction of Cambodia. London 1979.) V ígbúnaðar-vitf irringi n Kjarnorkusprengju-forðabúr heims geyma nú kjarnorkusprengjur, sem að eyðingarkrafti er einni og hálfri miljón sinnum meiri en kjarnorkusprengjunnar, sem varpað var á Hiroshima 1945 og varð um 200.000 manns að bana. En það finnst „stórkaupmönnum” dauðans í Bandaríkjunum ekki nóg. Þeir heimta að hermálaráðuneytið fái 222 miljarða dollara á næsta fjárhagsári til að auka á framleiðslu hverskonar vítis- véla. Forseti Bandaríkjanna hefur tilkynnt tillögu um að leggja fjármagn í fram- leiðslu ,,laser”-vopns, — einskonar „geislavopns”, til að senda út í geiminn. — Og yfirmaður Nato-hersins í Evrópu, Rodgers hershöfðingi, vill að Nato, eða a.m.k. Bandaríkin og Bretland, komi sér upp „kemískum” (þ.e. efnafræðilega eitrandi) vopnum. Og hvað gera skal við aukna fjárveit- ingu Bandaríkjanna, — auk nýrra vopna- tegunda — er strax auðséð: 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.