Réttur


Réttur - 01.01.1981, Blaðsíða 27

Réttur - 01.01.1981, Blaðsíða 27
verið hjá sama atvinnurekanda í eitt ár samfellt, rétt á óskertum launum í einn mánuð ef það forfallast frá vinnu vegna sjúkdóma eða slysa. Hafi verkafólk verið ráðið hjá sama atvinnurekanda í þrjú ár samfellt, á það rétt á dagvinnulaunum í einn mánuð að auki, en í tvo mánuði á dagvinnulaunum eftir fimm ára sam- fellda ráðningu hjá sama atvinnurek- anda. Samkvæmt þessu getur almenn- ur áunninn réttur verkafólks til launa í veikinda- og slysatilfellum orðið allt að þrem mánuðum. að auki á allt verkafólk sem forfallast frá vinnu vegna slysa við vinnuna, á beinni leið til eða frá vinnu, eða vegna atvinnu- sjúkdóma, sem orsakast af henni, rétt á dagvinnulaun^im í allt að þrjá mánuði. Lögin veita, samkvæmt þessu, verkafólki sem fastráðið hefur verið í fimm ár og verður fyrir vinnuslysi eða atvinnusjúkdómi eða slysi á beinni leið til og frá vinnu, laun í allt að sex mánuði. Koma þessi ákvæði í stað réttar til 14 daga samkvæmt lögun- um frá 1958 auk þess viðbótarréttar sem stéttarfélögin höfðu samið um á grundvelli þeirra laga, sem yfirleitt voru 14 dagar, auk eins mánaðar réttar í vinnuslysa- og atvinnusjúk- dómatilfellum samkvæmt kjara- samningi Alþýðusambands íslands. Þess skal getið að lögin nr. 19/1979 eru lágmarkslög, þannig að allur um- saminn réttur milli launþega og at- vinnurekanda, sem er óhagstæðari launþegum, fellur niður með lögun- um, en haldast skulu þau réttindi sem veitt eru með sérstökum lögum, Arnmundur Harkmun samningum eða leiðir af venjum í einstökum starfsgreinum ef þau eru launþeganum hagstæðari en ákvæði laganna. 2. Afnám eftirvinnu í fjölda ára hafði það verið í kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar að eftirvinna yrði afnumin og ein- ungis tveir taxtar giltu, dagvinna og yfirvinna. Fram til ársins 1979 hafði þetta ekki náð fram að ganga. En með lögum um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku, er afnumin eftirvinna á föstudögum, þannig að þegar dagvinnu lýkur á föstudögum skal greidd næturvinna. í greinar- gerð með frumvarpi laganna á sínum tíma var tekið fram að stefnt skyldi 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.