Réttur


Réttur - 01.01.1981, Blaðsíða 22

Réttur - 01.01.1981, Blaðsíða 22
Tvö ljóð eftir frelsisskáld Nicaragua Nicaragua, lítið stærra en ísland, hef- ur allt frá 1906 fengið að kenna á tilraun- um bandarísks auðvalds til að drotna yfir því landi og arðræna þjóð þess. Ýmist hefur verið beitt efnahagslegum kúgun- araðferðum, skipulagðar uppreisnir, ef þjóðhollar stjórnir sátu við völd eða beinlínis hernámi með innrás. Ingibjörg Haraldsdóttir lýsti nokkuð kúgun þjóð- arinnar og svo frelsisbaráttu hennar og að lokum sigrinum í júlí 1979, er stjórn Sandinista og annarra frelsisvina tók við völdum, í ,,Rétti” 1979, bls. 158—161. (,,Nýir tímar í Nicaragua”). En fórnirnar voru miklar fyrir frelsið. Hér birtast á eftir tvö Ijóð tveggja frelsis- skálda Nicaragua, er báðir létu lífið á þrítugsaldri. Hefur Ingibjörg þýtt bæði Ijóðin úr spönsku og ritað það sem hér fer á eftir um höfundana. (Við að hugsa um örlög slíkra manna koma manni ósjálfrátt í hug ummæli fróms nábúa Bandaríkjanna um veslings landið sitt ,,svo langt frá guði og svo skammt frá Bandaríkjunum” (,,so far from God and so near to the USA”.) Um höfundana: Leonel Rugama fæddist í litlu fjalla- þorpi í norðurhluta Nicaragua fyrir rúm- um 30 árum. Barn að aldri var hann sendur á kaþólskan skóla í Managua og fór að námi loknu aftur heim í þorpið sitt og gerðist þar kennari. Árið 1967 gerðist hann Sandínisti og 1969 var hann aftur kominn til Managua. Þar barðist hann með borgarskæruliðum í nokkra mánuði, en 1970, þegar hann var rétt rúmlega tvítugur, féll hann í bardaga við þjóðvarðliða Somoza. Þrátt fyrir stutta ævi hafði hann ort talsvert af ljóðum áður en hann dó, og var talinn til efni- legustu skálda Nicaragua. Ricardo Morales fæddist í Nicaragua árið 1939 og stundaði háskólanám í heimspeki og sálfræði í heimalandi sínu og Mexico. Hann var einn af hugmynda- fræðingum og stjórnendum Sandínista- hreyfingarinnar. Árið 1968 var hann fangelsaður og pyntaður grimmilega og losnaði ekki úr fangelsinu fyrren 1971, eftir langt hungurverkfall. Á þessum 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.