Réttur


Réttur - 01.01.1981, Blaðsíða 45

Réttur - 01.01.1981, Blaðsíða 45
Ellefta 5 ára áætlunin um stórhuga framkvæmdir og lífskjarabætur 26. þing Kommúnistaflokks Sovétríkjanna Sovétríkin standa nú frammi fyrir ægilegasta vanda, sem við þeim hefur blasað í 40 ár, allt síðan nasistaher Þýskalands réðst á þau með alla stóriðju evrópska meginlandsins að baki sem vopnaverksmiðju. Til valda er kominn í Bandaríkjunum forseti, sem mark- visst vinnur að því að stórauka alla vopnaframleiðslu, einkum kjarnavopna, og beina henni gegn Sovétríkjunum. Jafnframt er greinilegt að ofstopi þessa manns og valda- klíku þeirrar, er að honum stendur, er slíkur að þeim er til alls trúandi. Sovétþjóðirnar vita hvað stríð er: misstu 20 miljónir manna í síðusta stríði auk ger- eyðingar stórs hluta lands síns. Bandaríska auðvaldið þekkir aðeins stríðsgróða og voldugustu auðhringarnir græða nú of fjár á hergagnaframleiðslunni og aukningu hennar. Ábyrgðarleysi þessara aðila er því slíkt að þeim væri trúandi til að hefja kjarn- orkustríð, er gereytt gæti mannkyninu í þeirri heimskulegu trú að sleppa sjálfir. Þetta örlagaríka vandamál setti mark sitt á 26. þing Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, þar sem 11. fimm ára-áætlunin þeirra um leið var ákveðin. Þrátt fyrir heims- kreppu auðvaldsins, sem auðvitað skapar vissa erfiðleika fyrir ríki sósíalismans, — þrátt fyrir hinn gífurlega aukna vígbúnað Bandaríkjanna, sem auðvitað knýr Sovét- þjóðirnar til meiri fjárframlaga í varnarskyni — og þrátt fyrir ýmsa innbyrðis erfiðleika hjá þeim sjálfum, — þá stefna samt Sovétþjóðirnar fram til stóraukinnar nauðsynja- framleiðslu í þeirri 5 ára áætlun, er nú hefst. Breshnev, aðalritari flokksins, lagði í framsöguræðu sinni höfuðáhersluna á friðinn, á samninga þjóðanna um tak- mörkun og helst minnkun vígbúnaðar og hét með miklum alvöruþunga á Nato- ríkin og fyrst og fremst Bandaríkin að ganga til samninga nú þegar, til þess að afstýra þeirri geigvænlegu hættu, er vofir 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.