Réttur - 01.01.1981, Blaðsíða 45
Ellefta 5 ára áætlunin um stórhuga
framkvæmdir og lífskjarabætur
26. þing Kommúnistaflokks Sovétríkjanna
Sovétríkin standa nú frammi fyrir ægilegasta vanda, sem við þeim hefur blasað í 40 ár,
allt síðan nasistaher Þýskalands réðst á þau með alla stóriðju evrópska meginlandsins
að baki sem vopnaverksmiðju. Til valda er kominn í Bandaríkjunum forseti, sem mark-
visst vinnur að því að stórauka alla vopnaframleiðslu, einkum kjarnavopna, og beina
henni gegn Sovétríkjunum. Jafnframt er greinilegt að ofstopi þessa manns og valda-
klíku þeirrar, er að honum stendur, er slíkur að þeim er til alls trúandi.
Sovétþjóðirnar vita hvað stríð er: misstu 20 miljónir manna í síðusta stríði auk ger-
eyðingar stórs hluta lands síns. Bandaríska auðvaldið þekkir aðeins stríðsgróða og
voldugustu auðhringarnir græða nú of fjár á hergagnaframleiðslunni og aukningu
hennar. Ábyrgðarleysi þessara aðila er því slíkt að þeim væri trúandi til að hefja kjarn-
orkustríð, er gereytt gæti mannkyninu í þeirri heimskulegu trú að sleppa sjálfir.
Þetta örlagaríka vandamál setti mark sitt á 26. þing Kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna, þar sem 11. fimm ára-áætlunin þeirra um leið var ákveðin. Þrátt fyrir heims-
kreppu auðvaldsins, sem auðvitað skapar vissa erfiðleika fyrir ríki sósíalismans, —
þrátt fyrir hinn gífurlega aukna vígbúnað Bandaríkjanna, sem auðvitað knýr Sovét-
þjóðirnar til meiri fjárframlaga í varnarskyni — og þrátt fyrir ýmsa innbyrðis erfiðleika
hjá þeim sjálfum, — þá stefna samt Sovétþjóðirnar fram til stóraukinnar nauðsynja-
framleiðslu í þeirri 5 ára áætlun, er nú hefst.
Breshnev, aðalritari flokksins, lagði í
framsöguræðu sinni höfuðáhersluna á
friðinn, á samninga þjóðanna um tak-
mörkun og helst minnkun vígbúnaðar og
hét með miklum alvöruþunga á Nato-
ríkin og fyrst og fremst Bandaríkin að
ganga til samninga nú þegar, til þess að
afstýra þeirri geigvænlegu hættu, er vofir
45