Réttur


Réttur - 01.01.1981, Blaðsíða 60

Réttur - 01.01.1981, Blaðsíða 60
Bandaríkin Ástandið í málum alþýðutrygginga í Bandatíkjunum er til stór skammar fyrir ríkisstjórn, sem eyðir 170 miljörðum dollara í hernaðarútgjöld árlega og þvaðrar svo um ,,mannréttindi.“: Það eru engar sjúkratryggingar til, sem ná yfir öll Bandaríkin. Þessvegna hafa 18 miljónir Bandaríkjamanna engan rétt til ríkisaðstoðar, er sjúkdóm ber að höndum, og 48 miljónir Banda- ríkjamanna geta ekki greitt til fulls sjúkrahúsreikninga sína. — 60% af íbú- um Suðurríkjanna hafa engar ríkistrygg- ingar, 40% Suðurríkjabúa hafa ekki þau laun, sem nægja til lífsframfæris. Eftir upplýsingum Time, tímaritsins fræga 1978 gátu 40% sjúklinga ekki fengið þá læknismeðferð er þurfti, en á sama tíma voru 200.000 rúm í spítölum ónotuð — og svo var það og árinu áður. Sjúkrahúsdvöl kostaði 1969 533 dollara að meðaltali, en 1979 yfir 1600 dollara. Umhirðan um líf mannanna lýsir sér m.a. í því að heimsóknir lækna eru miklu færri til „litaðra” manna en hvítra. — Meðalaldur negra þar er því 6 árum styttri en hvítra. Og amerískir Indí- ánar deyja að meðaltali 45 ára gamlir, þ.e. tveim áratugum áður en þeir ættu rétt á einhverjum ellilífeyri. Þetta er það sem stjórnendur Banda- ríkjanna kalla „mannréttindi” — og segjast vera æðstu boðberar slíkra í heiminum. Hinsvegar verður því ekki á móti mælt, sem ameríska ríkisnefndin „National Commission on Causes and Prevention of Violence” (Ríkisnefnd til rannsóknar orsaka og hindrunar ofbeldis) komst að i skýrslu sinni 1969 að Banda- ríkin væru ,,the World Leader” (Leið- togi heims) í glæpum í stórum stíl. En glæpir þrefölduðust samt frá 1960 til 1975: eftir stjórnarskýrslum eru 30% fleiri morð framin 1975 og 47,5% meiri þjófnaður en 1970. — Og auðvitað eru þeir glæpir, sem Bandaríkjastjórn sjálf lætur fremja utan landamæranna, svo sem múgmorðin í Víetnam, ekki tekin með í svona skýrslum. Kúba Á árinu 1980 var ungbarnadauðinn á Kúbu miðað við 1000 lifandi fædd börn komin niður í 19,8. — Árið fyrir bylting- una 1958 var talið að barnadauðinn væri 60 miðað við 1000 — og var líklega of lágt miðað við staðreyndir. — í Paraguy eru þessar tölur nú 94,3 af 1000; í Guate- male 80,7; í Perú 72,4; í Chile 63,3; í Columbíu 52,5; í Venezuela43,7. Rétt er að muna að árlega deyja í ver- öldinni 15,5 miljónir barna innan 5 ára aldurs af skorti á fæðu eða vegna heilsu- spillandi íbúða og skorts á læknishjálp fyrir mæður þeirra. Sovétríkin Athugum samsvarandi þróun í Sovét- ríkjunum. Fyrir 60 árum dóu 300 af hverjum 1000 nýfæddum börnum. Meðalaldur var 32 ár. — Barnadauðinn er nú níundi hluti þess er var — og meðal- aldurinn er nú um 70 ár. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.