Réttur


Réttur - 01.01.1981, Blaðsíða 34

Réttur - 01.01.1981, Blaðsíða 34
unum reynt að tryggja skilyrði fyrir því að innan vinnustaðanna sjálfra sé hægt að leysa öryggis- og heilbrigðis- vandamál samkvæmt gildandi lögum og reglum, í samræmi við ráðlegg- ingar aðila vinnumarkaðarins og í samræmi við ráðleggingar og fyrir- mæli Vinnueftirlits ríkisins. í fyrirtækjum þar sem eru 1-9 starfsmenn er það á ábyrgð atvinnu- rekanda eða verkstjóra hans að stuðla að góðum aðbúnaði, hollustu- háttum og öryggi á vinnustöðum í nánu samstarfi við starfsmenn fyrir- tækis og félagslegan trúnaðarmann þeirra. í fyrirtækjum þar sem starfa 10 starfsmenn eða fleiri skal atvinnu- rekandinn tilnefna einn aðila af sinni hálfu öryggisvörð og starfsmenn annan úr sínum hópi öryggistrúnað- armann. í fyrirtækjum þar sem eru 50 starfsmenn eða fleiri skal stofna öryggisnefnd sem gegnir þessu hlut- verki. Við störfum Öryggiseftirlits ríkis- ins tekur nú Vinnueftirlit ríkisins og setur nánari reglur um skipulag og framkvæmd ráðstafana sem miða að öryggi, bættum aðbúnaði og holl- ustuháttum innan fyrirtækja. í lög- unum er fjallað um öryggisnefndir sérgreina, skyldur atvinnurekanda, skyldur verkstjóra, skyldur starfs- manna og skyldur verktaka og fleiri á þessu sviði. Þá eru í lögunum mjög ítarleg ákvæði um ýmis öryggisatriði á vinnustöðum og heimild Vinnueft- irlits ríkisins til að setja reglur um hvað eina sem að því lýtur. ítarleg ákvæði eru um vinnustaðinn, vélar, tækjabúnað og fleira. Þá eru ákvæði um hættuleg efni og vörur, hvíldar- tíma og frídaga og vinnu barna og unglinga. Þá skal þess getið að í lögunum eru nú ákvæði um heilsuvernd og lækn- isskoðanir. Samkvæmt þeim ákvæðum skal rækja atvinnusjúk- dómavarnir í samræmi við ákvæði laganna og laga um heilbrigðisþjón- ustu. Gert er ráð fyrir því að heilsu- vernd verði nú starfrækt á hverri heilsugæslustöð eða sjúkrahúsi sem næst liggur atvinnufyrirtæki. Stjórn Vinnueftirlitsins skal í samráði við heilbrigðisyfirvöld setja reglur um að starfsmenn skuli gangast undir lækn- isskoðun áður en þeir eru ráðnir til starfa, meðan þeir eru í starfi, og þegar við á, eftir að þeir eru hættir störfum. Á heildina litið eru lög þessi mjög ítarleg og við því að búast að þau muni hafa mikil áhrif í átt til betra starfsumhverfis og öryggis verka- fólks. Ný lög um Húsnæðisstofnun ríkis- ins þarf vart að kynna hér, en megin- breytingin sem þau fólu í sér og fél- agsmálaráðherra beitti sér fyrir er sú, að stefnt er að því að Byggingarsjóð- ur verkamanna geti fjármagnað a.m.k. 1/3 hluta árlegrar íbúðarþarf- ar landsmanna. Þarf ekki að leiða getum að því hve gífurleg kjarabót er hér á ferðinni fyrir allt verkafólk ef eftir þessum lögum verður farið í framtíðinni. Ýmis merkileg nýmæli eru í lögun- um. M.a. nokkrir nýjir lánaflokkar, t.d. lán til bygginga ibúða eða heim- ila fyrir aldraða og dagvistarstofn- 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.