Réttur


Réttur - 01.01.1981, Qupperneq 35

Réttur - 01.01.1981, Qupperneq 35
ana fyrir börn og aldraða, lán til ein- staklinga með sérþarfir og Ián til orkusparandi breytinga á húsnæði. Eins og áður er getið er Byggingar- sjóður verkamanna stórefldur og ráð fyrir því gert að hann fjármagni a.m.k. 1/3 hluta af árlegri íbúðar- þörf landsmanna. Samkvæmt lögun- um teljast félagslegar ibúðir vera íbúðir í verkamannabústöðum, sem byggðar eru eða keyptar á vegum stjórnar verkamannabústaða og ætl- aðar til sölu handa láglaunafólki, og leiguíbúðir sem byggðar eru eða keyptar af sveitarfélögum og ætlaðar eru til útleigu við hóflegum kjörum handa láglaunafólki. Ætlunin er að skapa grundvöll til þess að reisa ár- lega 600 slíkar íbúðir þegar fram í sækir, 400 á þessu ári, 500 á næsta ári og 600 árið 1983 og eftirleiðis. í lögunum eru ítarleg ákvæði um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis og er þar sú skylda lögð á herðar sveitarfélögum að kanna á fjögurra ára fresti hvort í notkun séu í sveitar- félaginu íbúðir sem talist geta heilsu- spillandi. Komi slíkt í ljós er sveitar- stjórninni skylt að hafa forgöngu um úrbætur. Ýmis önnur nýmæli eru i lögun- um, m.a. um skipulag Húsnæðis- stofnunar, um vaxtamál og verð- tryggingu, um sameiningu allra byggingarfélaga verkamanna og al- þýðu undir eina stjórn, um nýja verðtryggingu og vexti á skyldu- sparnað, þannig að nú má fullyrða að hvergi sé sparifé betur ávaxtað en í skyldusparnaðarkerfinu. Loks skal á það minnt að lögin gera ráð fyrir því að Húsnæðisstofn- un hafi forystu um stefnumótun í húsnæðismálum. Hér að framan hafa verið upptalin nokkur helstu félagsleg réttindamál sem ríkisvaldið hefur beitt sér fyrir á undanförnum tveim- þrem árum. Ýmislegt er þó ótalið enn. Fer varla á milli mála að á þessum skamma tíma hefur verið gerð byltingarkennt átak í félags- málalöggjöf og réttindamálum launafólks. Eins og eðlilegt er og kunnugt, hefur Al- þýðubandalagið haft afgerandi forystu um þessi mál. Reynsla síðustu ára á því að sýna og sanna að með samstilltu átaki faglegrar og pólitískrar hreyfingar er hægt að sækja fram með þvílíkum þunga að hvert vígi ójafnaðar á fætur öðru falli, þar til því marki verður náð að allir njóti sömu virðing- ar, mannréttinda og möguleika í landi okkar. Eftirmáli Upphaflega var ætlun mín að rekja hér þróun félagsmálalöggjafar á íslandi undanfarna áratugi, sérstaklega með til- liti til þeirrar baráttu sem verkalýðshreyf- ingin varð að heyja við afturhaldið fyrir hverjum áfanga sem náðist. Plássins vegna verður þeim hugleiðingum frestað að sinni, en verða vonandi birtar í „Rétti” áður en langt um líður. En rétt er að hafa í huga að allir sigrar hreyfingarinnar á þessu sviði á umliðnum áratugum þykja nú sjálfsögð mannréttindi af flestum, en fjandskapur andstæðinganna fyrr og síðar geymist á spjöldum sögunnar. Hollt er að hafa hann í huga þegar rifj- aður er upp árangur 2ja sl. ára, eins og hér hefur verið gert. 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.