Réttur


Réttur - 01.01.1981, Blaðsíða 28

Réttur - 01.01.1981, Blaðsíða 28
að því að ná því marki í áföngum að eftirvinnutaxtar féllu niður. Þessi lög voru sett í ársþyrjun 1979. 3. Ríkisábyrgð á orlofsgreiðslum Um svipað leyti var gerð breyting á reglugerð um orlof. Helstu erfiðleik- ar við framkvæmd orlofslaga voru þeir, að veruleg vanskil voru á greiðslu orlofs til Póstgíróstofunnar. í ýmsum tilvikum urðu launþegar að biða mánuðum saman eftir að at- vinnurekandi greiddi orlofsfé og gátu þar af leiðandi ekki tekið orlof sitt á eðlilegum tíma. Með reglugerðinni var kveðið svo á, að Póstgíróstofan greiddi fólki orlof, þótt vanskil yrðu hjá atvinnu- rekanda. Þetta þýðir í raun ríkis- ábyrgð á greiðslu orlofs, þegar það fellur í gjalddaga. Launþegi getur alltaf gengið að orlofi sínu vísu. Þar með er lokið hvimleiðum eltingarleik margra launþega við að ná orlofsfé sínu. Um svipað leyti ákvað ríkisstjórn- in að hækka vexti af orlofsfé úr 5% í 11.5% og á árinu 1980 voru vextir af orlofsfé hækkaðir í 24%. Nú standa yfir viðræður milli fulltrúa ríkis- valds og launþegasamtaka annars vegar og Seðlabankans hins vegar um frekari og betri ávöxtun orlofs- fjár. Til að auðvelda Póstgíróstofunni innheimtu er launagreiðendum nú skylt skv. lögum sem sett voru á ár- inu 1979 að veita innheimtuaðila orlofsfjár upplýsingar um greitt og vangreitt orlofsfé starfsmanna sinna. 4. Lögtaksréttur Á fyrri hluta árs 1979 var einnig gerð breyting á lögum um lögtak og fjárnám. Með breytingunni á lögun- um er heimilt að gera lögtak, án und- anfarandi dóms eða sáttar, hjá atvinnurekendum vegna vanskila á greiðslum í sjúkra-, orlofs- og styrkt- arsjóði, svo og iðgjaldagreiðslum i lífeyrissjóði. Áður nutu sjúkra- og styrktarsjóðir verkalýðsfélaganna lögtaksréttar, en með lagabreyting- unni bætist við orlofssjóður og ið- gjaldagreiðslur í lífeyrissjóði. Með lögtaksrétti þessum ætti að vera hægt að tryggja skjótari og betri inn- heimtu en verið hefur. 5. Ríkisábyrgð á launum við gjald- þrot atvinnurekanda í ýmsum tilvikum, þar sem fyrir- tæki urðu gjaldþrota töpuðu menn vinnulaunum sinum, þrátt fyrir ríkis- ábyrgð, þar sem ríkisábyrgðin náði aðeins til launa sem gjaldfallin voru síðustu sex mánuðina áður en gjald- þroti var lýst. Fyrirtæki hættu oft starfsrækslu áður en gjaldþroti var lýst og vanskil á vinnulaunum eldri en sex mánaða komu mjög oft fram í slíkum gjaldþrotaskiptum og voru þá töpuð launþegunum. Með lögum sem sett voru á fyrrihluta árs 1979 var ríkisábyrgð á launum lengd, þannig að hún nær til launa sem gjaldfallin eru 18 mánuðum áður en 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.