Réttur


Réttur - 01.01.1981, Side 28

Réttur - 01.01.1981, Side 28
að því að ná því marki í áföngum að eftirvinnutaxtar féllu niður. Þessi lög voru sett í ársþyrjun 1979. 3. Ríkisábyrgð á orlofsgreiðslum Um svipað leyti var gerð breyting á reglugerð um orlof. Helstu erfiðleik- ar við framkvæmd orlofslaga voru þeir, að veruleg vanskil voru á greiðslu orlofs til Póstgíróstofunnar. í ýmsum tilvikum urðu launþegar að biða mánuðum saman eftir að at- vinnurekandi greiddi orlofsfé og gátu þar af leiðandi ekki tekið orlof sitt á eðlilegum tíma. Með reglugerðinni var kveðið svo á, að Póstgíróstofan greiddi fólki orlof, þótt vanskil yrðu hjá atvinnu- rekanda. Þetta þýðir í raun ríkis- ábyrgð á greiðslu orlofs, þegar það fellur í gjalddaga. Launþegi getur alltaf gengið að orlofi sínu vísu. Þar með er lokið hvimleiðum eltingarleik margra launþega við að ná orlofsfé sínu. Um svipað leyti ákvað ríkisstjórn- in að hækka vexti af orlofsfé úr 5% í 11.5% og á árinu 1980 voru vextir af orlofsfé hækkaðir í 24%. Nú standa yfir viðræður milli fulltrúa ríkis- valds og launþegasamtaka annars vegar og Seðlabankans hins vegar um frekari og betri ávöxtun orlofs- fjár. Til að auðvelda Póstgíróstofunni innheimtu er launagreiðendum nú skylt skv. lögum sem sett voru á ár- inu 1979 að veita innheimtuaðila orlofsfjár upplýsingar um greitt og vangreitt orlofsfé starfsmanna sinna. 4. Lögtaksréttur Á fyrri hluta árs 1979 var einnig gerð breyting á lögum um lögtak og fjárnám. Með breytingunni á lögun- um er heimilt að gera lögtak, án und- anfarandi dóms eða sáttar, hjá atvinnurekendum vegna vanskila á greiðslum í sjúkra-, orlofs- og styrkt- arsjóði, svo og iðgjaldagreiðslum i lífeyrissjóði. Áður nutu sjúkra- og styrktarsjóðir verkalýðsfélaganna lögtaksréttar, en með lagabreyting- unni bætist við orlofssjóður og ið- gjaldagreiðslur í lífeyrissjóði. Með lögtaksrétti þessum ætti að vera hægt að tryggja skjótari og betri inn- heimtu en verið hefur. 5. Ríkisábyrgð á launum við gjald- þrot atvinnurekanda í ýmsum tilvikum, þar sem fyrir- tæki urðu gjaldþrota töpuðu menn vinnulaunum sinum, þrátt fyrir ríkis- ábyrgð, þar sem ríkisábyrgðin náði aðeins til launa sem gjaldfallin voru síðustu sex mánuðina áður en gjald- þroti var lýst. Fyrirtæki hættu oft starfsrækslu áður en gjaldþroti var lýst og vanskil á vinnulaunum eldri en sex mánaða komu mjög oft fram í slíkum gjaldþrotaskiptum og voru þá töpuð launþegunum. Með lögum sem sett voru á fyrrihluta árs 1979 var ríkisábyrgð á launum lengd, þannig að hún nær til launa sem gjaldfallin eru 18 mánuðum áður en 28

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.