Réttur


Réttur - 01.01.1981, Blaðsíða 32

Réttur - 01.01.1981, Blaðsíða 32
uði. Ættleiðandi foreldri, uppeldis- eða fósturforeldri á nú rétt til fæð- ingarorlofsgreiðslna allt að tveim mánuðum vegna töku barns til 5 ára aldurs. Öll þessi atriði eru nýmæli. 11. Lækkun eftirlaunaaldurs sjó- manna og örorkustyrkþega í tengslum við kjarasamningana voru gefin fyrirheit um lögfestingu ellilíf- eyrisréttar sjómanna 60 ára og eldri, eftir 25 ára starf á sjó. Þá er gefið fyrirheit um að örorkustyrkur þeirra sem náð hafa 62ja ára aldri skuli við þau tímamörk hækka til jafns við fullan elli- og örorkulífeyri. Þegar þetta er skrifað eru bæði þessi frumvörp í undirbúningi og verða væntanlega lögð fram á alþingi fljótlega af heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra. 12. Atvinnuleysistryggingar í tengslum við kjarasamninga ákvað ríkisstjórnin að beita sér fyrir lagasetningu um atvinnuleysistrygg- ingar, sem felur í sér rýmkun bóta- réttar, lengingu bótatíma, breytingu á atvinnuleysisskráningu og hækkun bóta. Samkvæmt frumvarpi sem nú hefur verið lagt fram er gert ráð fyrir því að menn öðlist rétt til atvinnu- leysisbóta ef þeir hafa unnið a.m.k. 425 dagvinnustundir á síðustu 12 mánuðum. Kemur þetta í stað ákvæða gildandi laga um 1032 dag- vinnustundir í heilsdagsvinnu og 516 dagvinnustundir í hálfsdagsvinnu. Þá er gert ráð fyrir því i frumvarp- inu, að sá sem gengur undir starfs- þjálfun til að öðlast hæfni til að stunda starf sitt eða ný störf, njóti á meðan bóta í allt að 6 vikur, enda þótt hann hafi ekki misst atvinnu sína. Þá er gert ráð fyrir að í stað daglegrar skráningar skuli umsækj- andi bóta skrá sig vikulega hjá vinnumiðlun. Bótadögum er sam- kvæmt frumvarpinu fjölgað úr 130 í 180 á 12 mánaða tímabili. Atvinnu- leysisbætur eru einnig hækkaðar úr skertum launaflokki samkvæmt kjarasamningi Dagsbrúnar í full laun samkvæmt efsta starfsaldursþrepi 8. flokks Verkamannasambands ís- lands. Að auki eru barnadagpening- ar 4% nefndra launa fyrir hvert barn. Þá er það nýmæli í frumvarpinu að greidd eru iðgjöld til lífeyrissjóðs af bótunum. Einnig er það nýmæli í frumvarpinu að hver bótaþegi er sjálfstæður og nýtur fullra bóta án tillits til hjúskaparstéttar eða tekna maka. Samkvæmt gildandi lögum er að- eins um að ræða heilsdags- eða hálfs- dagsbætur, en samkvæmt frumvarp- inu greiðast nú hámarksbætur þegar unnar eru 1700 dagvinnustundir eða fleiri á síðustu 12 mánuðum, en lág- marksbætur þegar vinnustundir eru 425 hið minnsta. Verða nú greiðslu- þrep 76, allt frá 25% til 100% við- miðunariauna. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.