Réttur


Réttur - 01.01.1981, Side 32

Réttur - 01.01.1981, Side 32
uði. Ættleiðandi foreldri, uppeldis- eða fósturforeldri á nú rétt til fæð- ingarorlofsgreiðslna allt að tveim mánuðum vegna töku barns til 5 ára aldurs. Öll þessi atriði eru nýmæli. 11. Lækkun eftirlaunaaldurs sjó- manna og örorkustyrkþega í tengslum við kjarasamningana voru gefin fyrirheit um lögfestingu ellilíf- eyrisréttar sjómanna 60 ára og eldri, eftir 25 ára starf á sjó. Þá er gefið fyrirheit um að örorkustyrkur þeirra sem náð hafa 62ja ára aldri skuli við þau tímamörk hækka til jafns við fullan elli- og örorkulífeyri. Þegar þetta er skrifað eru bæði þessi frumvörp í undirbúningi og verða væntanlega lögð fram á alþingi fljótlega af heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra. 12. Atvinnuleysistryggingar í tengslum við kjarasamninga ákvað ríkisstjórnin að beita sér fyrir lagasetningu um atvinnuleysistrygg- ingar, sem felur í sér rýmkun bóta- réttar, lengingu bótatíma, breytingu á atvinnuleysisskráningu og hækkun bóta. Samkvæmt frumvarpi sem nú hefur verið lagt fram er gert ráð fyrir því að menn öðlist rétt til atvinnu- leysisbóta ef þeir hafa unnið a.m.k. 425 dagvinnustundir á síðustu 12 mánuðum. Kemur þetta í stað ákvæða gildandi laga um 1032 dag- vinnustundir í heilsdagsvinnu og 516 dagvinnustundir í hálfsdagsvinnu. Þá er gert ráð fyrir því i frumvarp- inu, að sá sem gengur undir starfs- þjálfun til að öðlast hæfni til að stunda starf sitt eða ný störf, njóti á meðan bóta í allt að 6 vikur, enda þótt hann hafi ekki misst atvinnu sína. Þá er gert ráð fyrir að í stað daglegrar skráningar skuli umsækj- andi bóta skrá sig vikulega hjá vinnumiðlun. Bótadögum er sam- kvæmt frumvarpinu fjölgað úr 130 í 180 á 12 mánaða tímabili. Atvinnu- leysisbætur eru einnig hækkaðar úr skertum launaflokki samkvæmt kjarasamningi Dagsbrúnar í full laun samkvæmt efsta starfsaldursþrepi 8. flokks Verkamannasambands ís- lands. Að auki eru barnadagpening- ar 4% nefndra launa fyrir hvert barn. Þá er það nýmæli í frumvarpinu að greidd eru iðgjöld til lífeyrissjóðs af bótunum. Einnig er það nýmæli í frumvarpinu að hver bótaþegi er sjálfstæður og nýtur fullra bóta án tillits til hjúskaparstéttar eða tekna maka. Samkvæmt gildandi lögum er að- eins um að ræða heilsdags- eða hálfs- dagsbætur, en samkvæmt frumvarp- inu greiðast nú hámarksbætur þegar unnar eru 1700 dagvinnustundir eða fleiri á síðustu 12 mánuðum, en lág- marksbætur þegar vinnustundir eru 425 hið minnsta. Verða nú greiðslu- þrep 76, allt frá 25% til 100% við- miðunariauna. 32

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.