Réttur - 01.01.1981, Blaðsíða 46
yfir öllu mannkyni, ef hinu vitfyrrta víg-
búnaðarkapphlaupi er haldið áfram.
(Það örlar því miður lítið á því enn að
kúrekaleikarinn í forsetastólnum taki
sönsum í örlagamáli mannkynsins. Hann
virðist líta á kjarnorkusprengjur sem
byssuleikföng í kvikmynd. Það ætti þó
að mega búast við að Nato leiðtogar
Vestur-Evrópu, sem þekkja af reynslu
hvað stríð er, reyndu að koma vitinu
fyrir þennan ofstopamann. Reynslan
mun sýna hvort svo verður.)
N.A. Tikonov, hinn nýi forsætisráð-
herra, er við tók þá Kosygin lést, gerði
11. fimm ára áætlun Sovétríkjanna að
aðalatriði í ræðu sinni. Um leið og hann
skýrði frá stórvirkjum, er unnið hefur
verið í sambandi við þá 5. ára áætlun er
nú lauk, svo sem byggingu 1200 stórra
iðnfyrirtækja, meir en tvöföldun olíu- og
gasframleiðslunnar (einkum í Vestur-
Síberíu) ofl, þá dró hann ekki dul á ýmsa
erfiðleika, svo sem í landbúnaðinum
vegna óhagstæðra veðurskilyrða, en
samt hefur árleg framleiðsla á landbún-
aðarvörum aukist um 9%. Ársframleiðsla
á korni komst upp í 205 miljón tonn i
fyrsta sinn í sögunni eða jókst um 23 mil-
jónir tonna samanborið við níundu 5 ára
áætlunina. — Lagði hann mikla áherslu
á að eftirleiðis yrði í allri framleiðslu að
leggja meiri áherslu á gæði, en ekki láta
magnið sitja í fyrirrúmi sem oft fyrrum.
í 11. fimm ára áætluninni á iðnfram-
leiðslan að aukast um 26-28%. Neyslu-
vöruframleiðslan á að aukast eitthvað
hraðar'. Landbúnaðarframleiðslan á að
aukast að meðaltaki um 12-14%.
Dreifingarkerfi ríkis og samvinnu-
félaga á að eflast um 22-25%. Sérstök
áhersla er Iögð á aukningu-framleiðslu
kjöts, mjólkur og ávaxta og verðið á
þessum neysluvörum verður óbreytt, en
keppt verður að auknum gæðum þeirra.
Meðaltekjur munu hækka um 13-16%
og tekjur bændafólks á samyrkjubúum
um 20-22%. Framlög til fjölskyldna með
börn og til nýgiftra hjóna munu hækka,
46