Réttur


Réttur - 01.01.1981, Blaðsíða 4

Réttur - 01.01.1981, Blaðsíða 4
RooseveK aukinn herskipakost til þessara árása. Jafnframt undirbýr Reagan ráðstafanir til að gera Þrándheim i Noregi að miðstöð slikra árása og gerir ráðstafanir til þess að geta í skyndi lokað dönsku sundunum og þarmeð hindrað siglingar sovéska Eystrasaltsflotans. Voru ekki einhverjir hér heima einu sinni að tala um Bandaríkin sem vernd- ara lýðræðisins og Nato sem ,,varnar- bandalag”? Það er greinilegt að nú er aftur upp tekin sú vitstola pólitík Bandaríkjastjórn- ar að stefna að heimsyfirráðum, — aftur- gangan frá 1946—9, er sú stjórn hugði sig ógna allri veröld til undirgefni í krafti einokunar á múgmorðsvopni kjarnorku- sprengjunnar. Samhliða þessum gífurlegu fjárfram- lögum til vígbúnaðar Bandaríkjanna sjálfra, á svo að ausa miljörðum dollara í hernaðaraðstoð til allra þeirra einræðis- herra, böðla og fasista, sem standa með Bandaríkjunum víða um heim. Á sama tíma eru svo skorin niður ýms fjárframlög til bágstaddra í Bandaríkj- unum sjálfum, þvi það verða menn að muna að þótt Bandaríkjaþjóðin sé aðeins 5% jarðarbúa, drotnar hún á einn eða annan máta yfir allt að 60% auðsins á jörðinni. En þeim auð er ægilega misskipt. Á meðan auðugustu einokunarhringir heims stórgræða á vígbúnaðinum, þá verða miljónir manna i Bandaríkjunum að búa við sárustu neyð vegna atvinnu- leysis, sjúkdóma og elli, en kynþátta- hleypidómarnir auka á misréttið. Þannig er atvinnuleysið venjulega tvöfalt meira hjá negrum, Puerto-Ríko-mönnum og slíkum en hjá hvítum mönnum, svo ekki sé talað um meðferðina á lndiánum, er áttu þetta land, eða Mexico-búum, er þangað flykkjast oft til vertíðaratvinnu. (Bók Michael Harringtons: ,,The other Americans. Poverty in the United States”, segir vel frá þeirri neyð sem fátækir Bandaríkjamenn, 40—50 miljónir, verða að búa við. Sú bók var gefin út í Bret- landi sem ,,Penguin”-bók 1963 og hefur Réttur áður sagt frá henni.) Það er ógæfa mannkyns að ekki tókst að hindra kjarnorkukapphlaupið strax frá upphafi eftir múgmorð Bandaríkja- hers í Hiroshima 1945. Bestu menn Bandaríkjanna eins og Stimson, hermála- ráðherra Roosevelts, vildu þá skýra 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.