Réttur


Réttur - 01.01.1981, Side 4

Réttur - 01.01.1981, Side 4
RooseveK aukinn herskipakost til þessara árása. Jafnframt undirbýr Reagan ráðstafanir til að gera Þrándheim i Noregi að miðstöð slikra árása og gerir ráðstafanir til þess að geta í skyndi lokað dönsku sundunum og þarmeð hindrað siglingar sovéska Eystrasaltsflotans. Voru ekki einhverjir hér heima einu sinni að tala um Bandaríkin sem vernd- ara lýðræðisins og Nato sem ,,varnar- bandalag”? Það er greinilegt að nú er aftur upp tekin sú vitstola pólitík Bandaríkjastjórn- ar að stefna að heimsyfirráðum, — aftur- gangan frá 1946—9, er sú stjórn hugði sig ógna allri veröld til undirgefni í krafti einokunar á múgmorðsvopni kjarnorku- sprengjunnar. Samhliða þessum gífurlegu fjárfram- lögum til vígbúnaðar Bandaríkjanna sjálfra, á svo að ausa miljörðum dollara í hernaðaraðstoð til allra þeirra einræðis- herra, böðla og fasista, sem standa með Bandaríkjunum víða um heim. Á sama tíma eru svo skorin niður ýms fjárframlög til bágstaddra í Bandaríkj- unum sjálfum, þvi það verða menn að muna að þótt Bandaríkjaþjóðin sé aðeins 5% jarðarbúa, drotnar hún á einn eða annan máta yfir allt að 60% auðsins á jörðinni. En þeim auð er ægilega misskipt. Á meðan auðugustu einokunarhringir heims stórgræða á vígbúnaðinum, þá verða miljónir manna i Bandaríkjunum að búa við sárustu neyð vegna atvinnu- leysis, sjúkdóma og elli, en kynþátta- hleypidómarnir auka á misréttið. Þannig er atvinnuleysið venjulega tvöfalt meira hjá negrum, Puerto-Ríko-mönnum og slíkum en hjá hvítum mönnum, svo ekki sé talað um meðferðina á lndiánum, er áttu þetta land, eða Mexico-búum, er þangað flykkjast oft til vertíðaratvinnu. (Bók Michael Harringtons: ,,The other Americans. Poverty in the United States”, segir vel frá þeirri neyð sem fátækir Bandaríkjamenn, 40—50 miljónir, verða að búa við. Sú bók var gefin út í Bret- landi sem ,,Penguin”-bók 1963 og hefur Réttur áður sagt frá henni.) Það er ógæfa mannkyns að ekki tókst að hindra kjarnorkukapphlaupið strax frá upphafi eftir múgmorð Bandaríkja- hers í Hiroshima 1945. Bestu menn Bandaríkjanna eins og Stimson, hermála- ráðherra Roosevelts, vildu þá skýra 4

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.