Réttur


Réttur - 01.01.1981, Page 11

Réttur - 01.01.1981, Page 11
ísland miðdepill í flutningi kjarnorku- sprengja Það liggur í augum uppi hve miklu meira magn bandarískar flutningaflug- vélar geta flutt jafnt af kjarnorku-sprengj- um sem öðrum vopnum ef þær geta lent á Keflavíkurflugvelli og tekið bensín þar. Þess vegna knýr bandaríska herstjórn- in á um margföldun bensínstöðva á Vell- inum — og „Sameinaðir verktakar h.f.”, — þ.e. sameinaðir valda- og hergróða- menn íhalds og Framsóknar, — taka undir: gífurlegur gróði í vændum. En það er ekki nóg, það skal meira til en Helguvíkurmálið.: Herstjórnin vill líka láta byggja þrjú, helst sprengjuheld, flugvélaskýli á Vellin- um, til þess að hýsa þann flugflota, sem flytja á sprengjur og önnur vopn til Þrándheims. — Og auðvitað fá ,,Sam- einaðir verktakar” að byggja þau. Það verður ekki sparað að ausa fénu í valda- menn íhalds og Framsóknar í formi ,,verksamninga”. Með slíkum ráðstöfunum sem þessum er Keflavíkurflugvöllur orðinn sjálfsagð- ur skotspónn í „litla” kjarnorkustríð- inu, sem Bandaríkjastjórn ætlar Evrópu- búum að heyja innbyrðis, — en græða á að selja þeim og flytja þeim vopnin. Það jafngildir því að kjarnorkusprengjum verður ausið yfir þennan mikilvæga stað — og geisla-virknin og geisla-dauðinn berst þaðan um ísland sem vindurinn vill og drepur eða sýkir fyrst og fremst þann helming íslendinga, er byggja Reykjanes og Stór-Reykjavíkursvæðið. Exxon og eymdin Hvað munu íslenskir Nato-sinnar segja við slíkri viðvörun? Þeir munu segja: að Bandaríkin stofni aldrei til stríðs, Nato sé bara varnar- bandalag sakleysingja gegn ótætis Rúss- anum! Þeir munu ennfremur segja: ef Rúss- inn kemur þá verndar Kaninn okkur! Það kemur í sama stað niður fyrir ís- lendinga, þegar þjóð vorri er fórnað á altari amerískra stríðsglæpamanna, hvort það eru börn eða bandíttar, heimsk- ingjar eða amerískir agentar, sem svona mæla, þegar verið er að leiða hættuna yfir okkur. Menn geta jafnvel verið ágætis prófessorar í lögfræði, en liaft samt ekki hundsvit á heimspólitík: 11

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.