Réttur


Réttur - 01.01.1981, Side 63

Réttur - 01.01.1981, Side 63
 „Verndarar frjálsra þjóða og frjálsrar menningar:” Borgin Olongapo á Filippseyj- um, 60 milum fyrir norðan Manila, er falleg borg i fjarska, litskrúðug og Ijósum prýdd. Mannlifið í Olon- gapo er hins vegar spillt og rotið niður i neðstu rætur, eins og snikjudýr, sem nærist á hinni geysimiklu flotastöð Bandaríkja- manna i Subic-flóa. Þeim, sem kynntust Víetnam- striðinu á slnum tima, finnst flest vera gamalkunnugt I Oiongapo og engu llkara en ólifnaöurinn I Indó-Klna hafi aðeins veriö upp- spuni og höfuðórar einhvers rugl- aðs friðarsinna. Skyrtubolirnir segja llka slna sögu: „Ég kemst kannski ekki á blaö sögunnar, en ég mun árgiðanlega komast á hana litlu systur þlna.” Ástandið I l’ran, Afganistan og Persaflóastrlðiö hafa átt sinn þátt I að auka mikilvægi flotastöövar- innar I Subic-flóa, sem er sú stærsta viö vestanvert Kyrrahaf, og fyrir afnotin af henni verða Bandarlkjamenn að borga Ferdin- and Marcos Filippseyjaforseta 100 milljónir dollara á ári I alls kyns hergögnum. Fyrir flesta Filippseyjinga i Olongapo er þátttaka þeirra I „vörnum Vesturianda” dálltiö vafasöm blessun. i borginni eru skráðar 12.000 „húsfreyjur” (vændiskonur) og að auki eru svo um 8000 „götudrósir”, sem ekki hafa veriö skráðar. Svo á að heita opinberlega, að stúlkurnar séu komnar yfir 18 ára aldur en marg- ar eru bara táningar og allt niður I 12 ára. Filippiskur menntamaður, sem fjallað hefur um ástandið I Olongapo segir, að þar sé „mann- leg niðurlæging og eymd meiri en orð fá lýst” og haft er eftir Irskum presti, sem einnig þekkir vel ömurleikann I Olongapo, að um 100 stúlkur hafi látist þar á slð- asta ári I misheppnuöum fóstur- eyðingum. Á hverjum mánuöi fæðast I Olongapo 30 börn, sem eiga sér amerlskan föður. Ef kynblend- ingsstúlkur erú nógu snoppufrlö- ar er hægt að selja þær rlkum fjöl- skyldum I Manila en mörg börnin enda ævi slna I öskutunnunum eöa finnast fljótandi I daunillum slkjunum. Þau þeirra, sem ná að vaxa úr grasi, eiga oftast ekki aðra framtlð fyrir sér en vændis- lifnaðinn, skóburstun, flæking, betl eða sem barstúlkur. Nætur- svallið, drykkjan, eiturlyfin og ódýr fegrunarlyfin láta heldur ekki sitt eftir liggja og æskufeg- urðin fölnar fljótt. Stúlkurnar hefja kannski ferilinn á einhverj- um næturklúbbnum, slðan liggur leiðin á krána, nuddstofuna og enda svo sem strlpalingur á kyn- llfssýningum. Fyrlr 20 árum bjuggu 45.000 manns I Olongapo, nú búa þar 250.000 manns og borgin þenst enn út. Á slöasta ári eyddu bandarlskir hermenn 45 milljón- um dollara I ólifnaöinn I Olon- gapo, sem væri I raun nóg til að gera Olongapo að fyrirmyndarrlki á Filippseyjum ef peningunum væri variö með öðrum hætti. Filippseyingar eru þvl hins veg- ar ekki óvanir að ganga kaupum og sölum. Árið 1898 keyptu Bandarikjamenn eyjarnar af Spánverjum fyrir 20 milljónir doll- ara en þá voru Filippseyingar 10 milljónir talsins. Þeir hafa það stundum I flimtingum eyjaskeggj- ar, að „Bandarlkjamenn hafi keypt okkur fyrir tvo dollara á haus”. — BRIAN EADS Morgunblaðið 15. mars 1981 undir fyrirsögninni: „Ólifnaður”. „Dollarinn dregur dilk á eftir sér. ” * Nokkur „viskukorn” manna, sem réðu utan- ríkispólitík Bandaríkjanna. Árið 1951 áleit utanrlkisráð- herra Bandarlkjanna, (Acheson?) að „Peiping-stjórnin” væri „rúss- nesk nýlendustjórn” — „slavneskt Manchukuo I stærri stll” (Kln- verska bylgingin varð 1949, Manc- hukuo var heitið á Mansjúrlu, er Japanir réðu henni.) * Þegar Mossadegh var forsætis- ráðherra irans og þjóðnýtti ollu- lindirnar, sem bresk auðfélög þá mestmegnis áttu, þá áleit Allan Dulles, forseti CIA, og bróðir utan- rlkisráðherrans, John Foster Dulles, að Mossadegh væri að koma á „kommúnistlsku rlki”. — Þess vegna var stjórn Mossadeghs steypt að undirlagi CIA og Mossa- degh myrtur af útsendurum CIA. 63

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.