Réttur


Réttur - 01.01.1981, Síða 33

Réttur - 01.01.1981, Síða 33
13. Farandverkamenn Þá gaf ríkisstjórnin fyrirheit um að beita sér fyrir setningu laga og reglugerðar um málefni farandverka- manna. Nú hefur verið lagt fram á alþingi frumvarp til laga um atvinnu- rétt útlendinga. í því frumvarpi eru ákvæði sem tryggja eiga útlendingum sama rétt og innlendum mönnum til launa og starfskjara. í frumvarpinu er gert ráð fyrir víð- tækri upplýsingadreifingu erlendis um starfskjör á íslandi og þar er einnig gert að lagaskyldu að gera skriflegan ráðningarsamning fyrir- fram við hvern þann útlending sem hyggst ráðast til starfa á íslandi, þar sem greind eru öll starfsskilyrði og kjör á íslandi og samið um ýmsa þætti fyrirfram, eins og húsnæðis- mál og fleira. Þá er á vegum nefndarinnar sem félagsmálaráðherra skipaði af þessu tilefni unnið að gerð reglugerðar um aðbúnað farandverkafólks á íslandi. 14. Önnur mál Auk þess sem að framan er talið hét ríkisstjórnin því við gerð kjara- samninganna 27. október s.l. að beita sér fyrir endurbótum í lífeyris- málum, dagvistarmálum, málefnum orlofsheimila verkalýðsfélaganna, vaxtakjörum orlofsfjár, málefnum sjómanna hvað varðar sjómanna- stofur, frídaga yfir jól og lögskrán- ingarmál. Þegar þetta er skrifað er verið að vinna í öllum þessum málaflokkum og er árangurs að vænta fljótlega. Hvað sjómenn snertir sérstaklega hefur ríkisstjórnin í athugun ýmsar endurbætur svo sem neyðarsenda um borð í gúmbátum, hert eftirlit með öryggisbúnaði um borð í fiskiskip- um, bætta veðurþjónustu og storm- aðvaranir, ýmsar lagfæringar á líf- eyrissjóðsrétti sómanna m.a. með lækkun lífeyrisaldurs og bættar út- sendingar sjónvarps og útvarps. 15. Öryggismál, húsnæðislöggjöf o.fl. Síðast en ekki síst skal minnt á lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, lög um eftir- laun aldraðra, lög um Húsnæðis- stofnun ríkisins og ýmis fleiri lög sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir að sett voru á alþingi. í lögunum um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum, sem koma í stað laga um öryggisráðstaf- anir á vinnustöðum, er stigið mjög merkilegt skref í aðbúnaðar- og öryggismálum launafólks. Á það hefur þótt skorta talsvert að þau mál væru í sæmilegu horfi hér á landi borið saman við nágrannalöndin. Með hinum nýju lögum er skapaður grundvöilur til stórsóknar á þessu sviði. Með lögunum er leitast við að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi, sem jafnan sé í sam- ræmi við félagslega og tæknilega þróun í þjóðfélaginu. Þá er með lög- 33

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.