Réttur


Réttur - 01.01.1981, Blaðsíða 33

Réttur - 01.01.1981, Blaðsíða 33
13. Farandverkamenn Þá gaf ríkisstjórnin fyrirheit um að beita sér fyrir setningu laga og reglugerðar um málefni farandverka- manna. Nú hefur verið lagt fram á alþingi frumvarp til laga um atvinnu- rétt útlendinga. í því frumvarpi eru ákvæði sem tryggja eiga útlendingum sama rétt og innlendum mönnum til launa og starfskjara. í frumvarpinu er gert ráð fyrir víð- tækri upplýsingadreifingu erlendis um starfskjör á íslandi og þar er einnig gert að lagaskyldu að gera skriflegan ráðningarsamning fyrir- fram við hvern þann útlending sem hyggst ráðast til starfa á íslandi, þar sem greind eru öll starfsskilyrði og kjör á íslandi og samið um ýmsa þætti fyrirfram, eins og húsnæðis- mál og fleira. Þá er á vegum nefndarinnar sem félagsmálaráðherra skipaði af þessu tilefni unnið að gerð reglugerðar um aðbúnað farandverkafólks á íslandi. 14. Önnur mál Auk þess sem að framan er talið hét ríkisstjórnin því við gerð kjara- samninganna 27. október s.l. að beita sér fyrir endurbótum í lífeyris- málum, dagvistarmálum, málefnum orlofsheimila verkalýðsfélaganna, vaxtakjörum orlofsfjár, málefnum sjómanna hvað varðar sjómanna- stofur, frídaga yfir jól og lögskrán- ingarmál. Þegar þetta er skrifað er verið að vinna í öllum þessum málaflokkum og er árangurs að vænta fljótlega. Hvað sjómenn snertir sérstaklega hefur ríkisstjórnin í athugun ýmsar endurbætur svo sem neyðarsenda um borð í gúmbátum, hert eftirlit með öryggisbúnaði um borð í fiskiskip- um, bætta veðurþjónustu og storm- aðvaranir, ýmsar lagfæringar á líf- eyrissjóðsrétti sómanna m.a. með lækkun lífeyrisaldurs og bættar út- sendingar sjónvarps og útvarps. 15. Öryggismál, húsnæðislöggjöf o.fl. Síðast en ekki síst skal minnt á lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, lög um eftir- laun aldraðra, lög um Húsnæðis- stofnun ríkisins og ýmis fleiri lög sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir að sett voru á alþingi. í lögunum um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum, sem koma í stað laga um öryggisráðstaf- anir á vinnustöðum, er stigið mjög merkilegt skref í aðbúnaðar- og öryggismálum launafólks. Á það hefur þótt skorta talsvert að þau mál væru í sæmilegu horfi hér á landi borið saman við nágrannalöndin. Með hinum nýju lögum er skapaður grundvöilur til stórsóknar á þessu sviði. Með lögunum er leitast við að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi, sem jafnan sé í sam- ræmi við félagslega og tæknilega þróun í þjóðfélaginu. Þá er með lög- 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.