Réttur


Réttur - 01.01.1981, Blaðsíða 18

Réttur - 01.01.1981, Blaðsíða 18
orkueldflaugastöðvar þær fyrir Cruise Missiles og Pershing 2, sem Nato nú hefur samþykkt, til þess að hefja árás á Sovétríkin með þessum meðaldrægu eld- flaugum, þá muni Sovétríkin samstundis svara, eigi aðeins með meðaldrægum eldflaugum á árásarlöndin, hvort sem eru í norðri eða sunnar, heldur og með langdrægum kjarnorkueldflaugum á Bandaríkin. En þær yrðu eftir útreikn- ingi amerískra sérfræðinga strax yfir 100 miljónum Bandaríkjamanna að bana og eyðilegðu öll þeirra stærstu iðjuver. — Við slíka hótun færi máske kúrekinn á kjarnorkustóli Bandaríkjanna að hugsa sig um — og þjóðirnar, sem allar væru nú í sömu lífshættunni, að rísa upp til að stöðva vígbúnaðarbrjálæðið og knýja fram frið. íslendingum er holt að fara að hugsa í alvöru um hvað í húfi er. Eftirmáli 26/3. Það veitir máske ekki af, vegna þess óhemjulega áróðurs, sem rekinn er hér heima fyrir Bandaríkin sem fyrir- mynd lýðræðis, frelsis og mannréttinda og sérstakan verndara slíks smáríkis sem ísland er, að minna rétt á það, sem er að gerast í og hjá því volduga ríki þessa dag- ana. Bandaríkin eru ekki aðeins sjálf eitt óhugnanlegasta morð-þjóðfélag heims, hvað þess eigin þegna snertir: morð framið með nokkurra mínútna millibili í landi því, — heldur hafa valdhafar Banda- ríkjanna siðan 1945 verið riðnir við ægi- legustu múgmorð sögunnar: atóm-morð- in í Hiroshima og Nagasaki og 7 ára múgmorðin í Víetnam. Og nú er í for- setastól þessa ríkis kaldrifjaðri maður en nokkur forseti hefur verið síðan 1945, — er auðsjáanlega til í hvað sem er. San Salvador er nærtækasta dæmið nú. Þar er hann byrjaður á að hjálpa harðstjóra til að brytja niður þjóð, sem ekki vill þola blóðuga harðstjórn hans. Lýsingin, sem svissneskur prófessor í ríkisrétti, Richard Báumlin, er var í nefnd, sem kom saman í Mexiko í febrú- ar og vann að rannsókn ástandsins í San Salvador, segir m.a. svo frá: ,,Morð og pyntingar eru þar daglegir viðburðir. Það er ekki of djúpt í árinni tekið að tala um þjóðarmorð, sem valdaklíkan er að framkvæma. Frá því í janúar 1980 til janúar 1981 voru yfir 8000 menn drepnir. íbúatalan er 3,5 miljónir. Og aðfarirnar eru hryllilegar: Við pyntingarnar eru tungur slitnar úr mönnum, eyrun rifin af, hjá vanfærum konum hafa fóstrin verið skorin úr þeim og hent fyrir hunda o.s.frv. Andstaðan við ógnarstjórnina er hin viðfeðmasta, allt frá kommúnistum til kaþólskra, og úr öllum stéttum. Erki- biskup landsins, Oscar Romero, var myrtur í mars 1980. Lögreglan myrti hann. Hún er ásamt hernum höfuðmorð- vargarnir. — Og nú er Ronald Reagan að senda peninga og sérfræðinga til að hjálpa til við morðin. Það var haft eftir kunnugum manni, mig minnir þeim sendiherra Bandaríkj- anna, er kallaður var nú heim, af því hann þótti of frjálslyndur, að til þess að halda þessari ógnarstjórn við völd, þá myndi Bandaríkjastjórn þurfa að láta 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.