Réttur


Réttur - 01.01.1981, Page 60

Réttur - 01.01.1981, Page 60
Bandaríkin Ástandið í málum alþýðutrygginga í Bandatíkjunum er til stór skammar fyrir ríkisstjórn, sem eyðir 170 miljörðum dollara í hernaðarútgjöld árlega og þvaðrar svo um ,,mannréttindi.“: Það eru engar sjúkratryggingar til, sem ná yfir öll Bandaríkin. Þessvegna hafa 18 miljónir Bandaríkjamanna engan rétt til ríkisaðstoðar, er sjúkdóm ber að höndum, og 48 miljónir Banda- ríkjamanna geta ekki greitt til fulls sjúkrahúsreikninga sína. — 60% af íbú- um Suðurríkjanna hafa engar ríkistrygg- ingar, 40% Suðurríkjabúa hafa ekki þau laun, sem nægja til lífsframfæris. Eftir upplýsingum Time, tímaritsins fræga 1978 gátu 40% sjúklinga ekki fengið þá læknismeðferð er þurfti, en á sama tíma voru 200.000 rúm í spítölum ónotuð — og svo var það og árinu áður. Sjúkrahúsdvöl kostaði 1969 533 dollara að meðaltali, en 1979 yfir 1600 dollara. Umhirðan um líf mannanna lýsir sér m.a. í því að heimsóknir lækna eru miklu færri til „litaðra” manna en hvítra. — Meðalaldur negra þar er því 6 árum styttri en hvítra. Og amerískir Indí- ánar deyja að meðaltali 45 ára gamlir, þ.e. tveim áratugum áður en þeir ættu rétt á einhverjum ellilífeyri. Þetta er það sem stjórnendur Banda- ríkjanna kalla „mannréttindi” — og segjast vera æðstu boðberar slíkra í heiminum. Hinsvegar verður því ekki á móti mælt, sem ameríska ríkisnefndin „National Commission on Causes and Prevention of Violence” (Ríkisnefnd til rannsóknar orsaka og hindrunar ofbeldis) komst að i skýrslu sinni 1969 að Banda- ríkin væru ,,the World Leader” (Leið- togi heims) í glæpum í stórum stíl. En glæpir þrefölduðust samt frá 1960 til 1975: eftir stjórnarskýrslum eru 30% fleiri morð framin 1975 og 47,5% meiri þjófnaður en 1970. — Og auðvitað eru þeir glæpir, sem Bandaríkjastjórn sjálf lætur fremja utan landamæranna, svo sem múgmorðin í Víetnam, ekki tekin með í svona skýrslum. Kúba Á árinu 1980 var ungbarnadauðinn á Kúbu miðað við 1000 lifandi fædd börn komin niður í 19,8. — Árið fyrir bylting- una 1958 var talið að barnadauðinn væri 60 miðað við 1000 — og var líklega of lágt miðað við staðreyndir. — í Paraguy eru þessar tölur nú 94,3 af 1000; í Guate- male 80,7; í Perú 72,4; í Chile 63,3; í Columbíu 52,5; í Venezuela43,7. Rétt er að muna að árlega deyja í ver- öldinni 15,5 miljónir barna innan 5 ára aldurs af skorti á fæðu eða vegna heilsu- spillandi íbúða og skorts á læknishjálp fyrir mæður þeirra. Sovétríkin Athugum samsvarandi þróun í Sovét- ríkjunum. Fyrir 60 árum dóu 300 af hverjum 1000 nýfæddum börnum. Meðalaldur var 32 ár. — Barnadauðinn er nú níundi hluti þess er var — og meðal- aldurinn er nú um 70 ár. 60

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.