Réttur


Réttur - 01.01.1981, Síða 22

Réttur - 01.01.1981, Síða 22
Tvö ljóð eftir frelsisskáld Nicaragua Nicaragua, lítið stærra en ísland, hef- ur allt frá 1906 fengið að kenna á tilraun- um bandarísks auðvalds til að drotna yfir því landi og arðræna þjóð þess. Ýmist hefur verið beitt efnahagslegum kúgun- araðferðum, skipulagðar uppreisnir, ef þjóðhollar stjórnir sátu við völd eða beinlínis hernámi með innrás. Ingibjörg Haraldsdóttir lýsti nokkuð kúgun þjóð- arinnar og svo frelsisbaráttu hennar og að lokum sigrinum í júlí 1979, er stjórn Sandinista og annarra frelsisvina tók við völdum, í ,,Rétti” 1979, bls. 158—161. (,,Nýir tímar í Nicaragua”). En fórnirnar voru miklar fyrir frelsið. Hér birtast á eftir tvö Ijóð tveggja frelsis- skálda Nicaragua, er báðir létu lífið á þrítugsaldri. Hefur Ingibjörg þýtt bæði Ijóðin úr spönsku og ritað það sem hér fer á eftir um höfundana. (Við að hugsa um örlög slíkra manna koma manni ósjálfrátt í hug ummæli fróms nábúa Bandaríkjanna um veslings landið sitt ,,svo langt frá guði og svo skammt frá Bandaríkjunum” (,,so far from God and so near to the USA”.) Um höfundana: Leonel Rugama fæddist í litlu fjalla- þorpi í norðurhluta Nicaragua fyrir rúm- um 30 árum. Barn að aldri var hann sendur á kaþólskan skóla í Managua og fór að námi loknu aftur heim í þorpið sitt og gerðist þar kennari. Árið 1967 gerðist hann Sandínisti og 1969 var hann aftur kominn til Managua. Þar barðist hann með borgarskæruliðum í nokkra mánuði, en 1970, þegar hann var rétt rúmlega tvítugur, féll hann í bardaga við þjóðvarðliða Somoza. Þrátt fyrir stutta ævi hafði hann ort talsvert af ljóðum áður en hann dó, og var talinn til efni- legustu skálda Nicaragua. Ricardo Morales fæddist í Nicaragua árið 1939 og stundaði háskólanám í heimspeki og sálfræði í heimalandi sínu og Mexico. Hann var einn af hugmynda- fræðingum og stjórnendum Sandínista- hreyfingarinnar. Árið 1968 var hann fangelsaður og pyntaður grimmilega og losnaði ekki úr fangelsinu fyrren 1971, eftir langt hungurverkfall. Á þessum 22

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.