Réttur


Réttur - 01.01.1981, Page 27

Réttur - 01.01.1981, Page 27
verið hjá sama atvinnurekanda í eitt ár samfellt, rétt á óskertum launum í einn mánuð ef það forfallast frá vinnu vegna sjúkdóma eða slysa. Hafi verkafólk verið ráðið hjá sama atvinnurekanda í þrjú ár samfellt, á það rétt á dagvinnulaunum í einn mánuð að auki, en í tvo mánuði á dagvinnulaunum eftir fimm ára sam- fellda ráðningu hjá sama atvinnurek- anda. Samkvæmt þessu getur almenn- ur áunninn réttur verkafólks til launa í veikinda- og slysatilfellum orðið allt að þrem mánuðum. að auki á allt verkafólk sem forfallast frá vinnu vegna slysa við vinnuna, á beinni leið til eða frá vinnu, eða vegna atvinnu- sjúkdóma, sem orsakast af henni, rétt á dagvinnulaun^im í allt að þrjá mánuði. Lögin veita, samkvæmt þessu, verkafólki sem fastráðið hefur verið í fimm ár og verður fyrir vinnuslysi eða atvinnusjúkdómi eða slysi á beinni leið til og frá vinnu, laun í allt að sex mánuði. Koma þessi ákvæði í stað réttar til 14 daga samkvæmt lögun- um frá 1958 auk þess viðbótarréttar sem stéttarfélögin höfðu samið um á grundvelli þeirra laga, sem yfirleitt voru 14 dagar, auk eins mánaðar réttar í vinnuslysa- og atvinnusjúk- dómatilfellum samkvæmt kjara- samningi Alþýðusambands íslands. Þess skal getið að lögin nr. 19/1979 eru lágmarkslög, þannig að allur um- saminn réttur milli launþega og at- vinnurekanda, sem er óhagstæðari launþegum, fellur niður með lögun- um, en haldast skulu þau réttindi sem veitt eru með sérstökum lögum, Arnmundur Harkmun samningum eða leiðir af venjum í einstökum starfsgreinum ef þau eru launþeganum hagstæðari en ákvæði laganna. 2. Afnám eftirvinnu í fjölda ára hafði það verið í kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar að eftirvinna yrði afnumin og ein- ungis tveir taxtar giltu, dagvinna og yfirvinna. Fram til ársins 1979 hafði þetta ekki náð fram að ganga. En með lögum um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku, er afnumin eftirvinna á föstudögum, þannig að þegar dagvinnu lýkur á föstudögum skal greidd næturvinna. í greinar- gerð með frumvarpi laganna á sínum tíma var tekið fram að stefnt skyldi 27

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.