Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 3
Frelsisbarátta íslendinga
og erindrekar óvinanna
Vér íslendingar stofnuðum lýðveldið 17. júní 1944 og fögnuðum því að
vera endanlega frjálsir eftir sex alda nýlendukúgun. En þjóðin vissi þá ekki að
Bandaríkin viðurkenndu lýðveidi vort í því skyni að ná landinu undir alda
yfírráð sín eftir stríð. Mitt í hátíðahöldunum á Lögbergi talaði fulltrúi Bandaríkj-
anna fagurlega, en hugsað var flátt samkvæmt því fornkveðna: fagurt skal mæla
en flátt hyggja.
ísland hefur nú verið hersetið í yfír 40 ár af innrásarher Bandaríkjaauðvaldsins,
þessarar „hernaðar- og stóriðju-“ klíku, sem drottnar yfír Bandaríkjaþjóð.
Þessi klíka keypti yfírráðin yfir Islandi af Bretum 1941 og síðan var ríkisstjórn
íslands kúguð til að biðja Bandaríkjaher um vernd. Það var gert með 24 tíma
úrslitakostum, — eins og Hermann Jónsson forsætisráðherra sagðt, en samn-
ingur“ hafður að yfírvarpi.
Sá samningur var svikinn 1945, en
hernaðarklíka Bandaríkjanna heimtaði
þrjár stöðvar á íslandi til 99 ára undir sín
yfirráð til hernaðarumsvifa, (Hvalfjörð,
, Skerjafjörð, Keflavíkurvöll). íslendingar
neituðu. — Þá var nreð hótunum um
hersetu áfram knúinn fram Keflavíkur-
samningur, meðan auðvaldið ameríska
vaeri að beygja soltnar og hrjáðar þjóðir
Vestur- og Mið-Evrópu undir veldis-
sprota sinn. Því verki var lokið 1949 með
stofnun NATO.
Síðan réðst Bandaríkjaher 1951 inn í
fsland, þverbraut öll loforð Bandaríkja-
stjórnar um „engan her á friðartímum“,
knúði íslenska ríkisstjórn til ólöglegs
samnings og hernam landið — og hefur
hersetið það síðan.
En nú er hernaðartæknin öll gerbreytt.
Awacs-flugvélarnar á Keflavíkurflugvelli
koma nú í stað Hvalfjarðar 1945: Þær
stjórna eldflaugaskotuin kafbátanna í At-
lantshafi og geta þannig hafið héðan þá
árásarstyrjöld á Sovétríkin, sem hernaðar-
klíka Bandaríkjanna hóf strax að undir-
búa 1945 eftir lát Roosevelts. (Þá var
ekkert NATO til, ekkert kjaftæði um
„Iýðræði“, — aðeins blákaldur heims-
valdadraumur eina atómstórveldisins:
amerísk öld.)
Samtímis ofbeldi og hótunum mesta
herveldis jarðar gagnvart varnarlausu
smáríki, íslandi, hefur svo heilaþvottur-
inn verið rekinn með slíku offorsi þessi
40 ár, að þar sem hin gengna forustukyn-
slóð Sjálfstæðisflokksins beygði sig nauð-
ug og stundum blekkt undir hótunina, þá
gengur nú ný kynslóð manna, er kalla sig
til forustu í þeim flokki, fram fyrir skjöldu
og heimtar „aukna þátttöku íslendinga“ í
hernaðaraðgerðum innrásarliðsins og
„býður“ þeim fleiri herstöðvar en Kefla-
víkurvöll. — Þessir erindrekar hins út-
lenda valds þykjast geta boðið innrásar-
hernum íslensk landsvæði í skjóli hers
hans.
Þjóðfrclsisburátta vor íslendinga nú er
um leið orðin baráttan fyrir lífi voru, fyrir
tilveru íslenskrar þjóðar.
195