Réttur


Réttur - 01.10.1982, Síða 30

Réttur - 01.10.1982, Síða 30
til þess að leita sér frama í fjarlægum borgum þar sem von er á að einlægt sé eitthvað nýstárlegt að gerast og menning- in skemmtilegri og gáskafyllri en nokkru sinni mun verða heima fyrir; og tvístrast svo þjóðmenningin á víð og dreif. Ekki tjóar heldur að neita því að oft og tíðum er einhver átthagablær á ossetiskum bók- menntum og þær bera með sér að þær eru samdar handa fáum lesendum, sem flestir hverjir eru næsta samkynja í hugsun og lífsreynslu og líklega ekki ýkja nýjunga- gjarnir eða tilætlunarsamir í andlegum efnum. Samt er ekki annað hægt en láta sér finnast mikið um gróandi og ávaxtar- sama bókmenningu þjóðar sem fyrir skemmri tíma en einni öld var ólæs og óskrifandi og átti sér jafnvel ekki letur. Og þó vandlátir og ömrulegir fagurkerar séu stundum eitthvað að sífra og þyki bókmenntirnar fábrotnar og búralegar, þá er þó meira um hitt vert að þær fullnægi andlegum þörfum landsmanna sjálfra og takist að rýmka hugsunarsvið þeirra og menningarleg takmörk, og auki þeim svo þjóðlegan metnað og traust á sjálfum sér á ókomnum tíðum. Osló í ágúst 1982. ATHUGASEMDIR: Bókstafurinn á cr í ossetiskum orðum hafður um frammælt a-hljóð, ekki ólíkt því sem Danir bera fram í orðunt cins og tage, lave, skade; y merkir einskonar i-hljóð, og er hcr sett til þess að greina það betur frá í-i; sj er ritað fyrir gómmælt s, líkt því sem er í þýskum orðum eins og Schiller, Schubcrt. Að öðru leyti hef ég reynt að forðast smásmygli í rithætti. Ossetisk mannanöfn eru rituð að innlendum hætti, ekki með rússnesku lagi eins og oft sést. I langvinnri sambúð við austræna menn hef ég reynt að venja mig á þá kurteisi að tala um íslam og múslimi, en lagt af gömlu orðin múhameðstrú og tyrkjatrú, með því að þau eru ógeðfelld þeim mönnum sem að þessum sið hníga. Hér á Norður- löndum er íslam nú fjölmennust trú önnur en lúterstrú, og jafnvel fjölmennari sumsstaðar, en mikið er undir því komið að við temjum okkur að samneyta þessum nýju löndum okkar eins og sam- boðið er jafningjum. En því miður er að vísu flestöli vitneskja okkar um íslamskar þjóðir uppsuða úr kaldastríðsáróðri krossferðatímanna. F.Þ. 222

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.