Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 32
Verslunarhöll skal hún heita
Verslunarhallir hafa risið upp ein af
annarri, glæstar og gljáandi, frá Morgun-
blaðshúsinu í Aðalstræti og inn allan
Laugaveg og sem leið liggur innfyrir
Elliðaár og endað í hinu ömurlega Water-
gate íslenskra Aðalverktaka. Pessar glæsi-
hallir verslunarauðvaldsins eru án til-
gangs, leggja lítið sem ekkert til þjóðar-
búskaparins, margar hverjar óþarfar eins
og Watergatebyggingin og til þess eins að
eigendurnir geti grætt á tilvist þeirra. Ekki
hefur heldur skort á fyrirgreiðslu bank-
anna til þessara framkvæmda.
Aftur á móti er í landinu æpandi þörf
fyrir íbúðarbyggingar, ekki síst hentugt
leiguhúsnæði, dagvistarstofnanir, skóla,
heilsugæslustöðvar og sjúkrahús. Lítið
fjármagn fæst í nauðsynlegar endurbætur
á frystihúsum til að auka framleiðni og
arð í grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar
að ekki sé talað um fé til almennrar
iðnaðaruppbyggingar. Nei, verslunarhöll
skal hún heita, hús verslunarinnar, must-
eri gróðans í æpandi mótsögn við allt sitt
umhverfi.
Minnisvaröi um efnahagsóstjórn
En það er ekki bara verslunarauðvaldið
sem bruðlar með almannafé. Seðlabank-
inn þarf að taka sinn toll af gjaldeyrissjóði
224