Réttur - 01.10.1982, Qupperneq 46
efnahagskerfi var lagður á viðreisnartíma-
bilinu. Vinstri stjórnin 1971-74 mildaði
áhrif þess án þess þó að breyta kjarna
þess. Hægri stjórn Geirs Hallgrímssonar
afnam þessar endurbætur og bætti við
efnahagskerfi viðreisnarinnar þáttum til
þess eins að mala atvinnurekendum gull
á kostnað launþega. Þessi blinda fyrir-
greiðslupólitík hefur leitt til þeirrar efna-
hagslegu stöðnunar, sem hér er við að
glíma. Um hana hefur launþegum og
verkalýðshreyfingunni blygðunarlaust
verið kennt og þeir látnir greiða kostn-
aðinn. Atvinnurekendurnir, sjálfir hönn-
uðir kerfisins og þeir, sem hagnast á tilvist
þess, hafa á hinn bóginn ekki verið
dregnir til ábyrgðar.
Hitt meginatriðið er það, að síðan 1974
hefur kaupmáttur launataxta dregist aftur
úr þjóðartekjum á vinnandi mann. Þessi
breyting átti sér fyrst og fremst stað á
árunum 1975-7. En ekki hefur tekist að
snúa henni við að marki síðan. Með því
að vinnutími hefur ekki aukist og launa-
skrið skekkir hér samanburð óverulega,
er nærtækt að túlka þessar tölur svo, að
launþegum hafi á undanförnum árum
ekki tekist að halda sínum hlut í þjóðar-
tekjunum. Orsökina tel ég mega að finna
í dvínandi mætti verkalýðshreyfingarinn-
ar og minna atkvæðafylgis hins pólitíska
arms hennar. Hvort tveggja má síðan
rekja til þess, að íhaldssamri hugmynda-
fræði hefur vaxið fylgi, enda hefur hún
gagnrýnislítið fengið að hasla sér völl hér
á landi sem erlendis í skjóli yfirburða-
aðstöðu á áróðurssviðinu.
2. Efnahagsráðstafanir
ríkisstjórnarinnar
21. ágúst sl. skýrði ríkisstjórnin frá
þeim efnahagsráðstöfunum, sem hún
hafði náð samkomulagi um að beita sér
fyrir á komandi mánuðum. Þá þegar voru
gefin út bráðabirgðalög um nokkur af-
dráttarlausustu atriðin í samkomulagi rík-
isstjórnarinnar. Jafnframt voru gefin fyrir-
heit um frumvörp og stjórnarfarslegar
aðgerðir til að framkvæma önnur atriði
efnahagsáætlunarinnar.
í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar fel-
ast, að hennar eigin sögn, fyrst og fremst
viðbrögð við fjórþættum efnahagsvanda:
1. Samdrætti þjóðartekna á yfirstandandi
ári um 5-6%.
2. Stórfelldum halla á viðskiptajöfnuði.
3. Rekstrarhalla atvinnuveganna, eink-
um sjávarútvegs.
4. Horfum á vaxandi verðbólgu.
Ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar gegn
þessum meinta efnahagsvanda má í stór-
um dráttum skipta í fjóra meginflokka:
1. Lækkun kaupmáttar kauptaxta laun-
þega.
Með framkvæmd bráðabirgðalag-
anna um skerðingu verðbóta á laun 1.
des. nk., gengisfellingunni í ágúst
ásamt slöku verðlagseftirliti á þessu
hausti má ætla, að kaupmáttur kaup-
taxta launþega verði 5-7% lægri að
meðaltali 1983 en að öðrum kosti hefði
orðið.
2. Ráðstafanir til að draga úr kjara-
skerðingu hinna lægst launuðu.
Meðal þeirra ráðstafana má nefna:
i) Sérstakar bætur til láglaunafólks, sem
nema eiga 175 m.kr. á þessu og næsta
ári.
ii) Lenging orlofstímabila um því sem
næst 4 daga ár ári.
iii) Sérstakt átak til jöfnunar húshitunar-
kostnaðar.
238