Réttur - 01.10.1982, Side 47
iv) Veruleg aukning lánsfjár til húsbyggj-
enda.
Ekki er fjarri lagi aö áætla, að þessar
félagslegu ráðstafanir dragi um 3% úr
framangreindri skerðingu kauptaxta að
jafnaði. Jafnframt má ætla, að þessar
hliðarráðstafanir hafi það í för með sér,
að kjaraskerðing hinna allra lægst laun-
uðu verði lítil sem engin.
3. Sérstakur stuðningur við atvinnuveg-
ina.
Gengislækkun er auðvitað veigamesti
liðurinn í þessu efni. Fiskveiðarnar fengu
einnig verulegt beint fjárframlag og sam-
keppnisiðnaður óbeinan stuðning í formi
hækkunar á vörugjaldi.
4. Almennarráðstafanir íatvinnumálum.
Meðal þeirra ber helst að nefna stöðvun
innflutnings á fiskiskipum og ásetning um
takmörkun á stærð hans í framtíðinni.
Einnig má minnast á fyrirheit um jöfnun
starfsaðstöðu atvinnuvega, ráðstafanir til
að draga úr offramleiðslu í landbúnaði
og aukna lánafyrirgreiðslu til útflutnings-
atvinnuveganna.
Ástæðulaust er að rekja í ýtarlegu máli
einstök atriði í efnahagsáætlun ríkis-
stjórnarinnar. Á hinn bóginn er vert að
íhuga helstu einkenni eða svipmót þess-
ara ráðstafana frá hugmyndafræðilegu
sjónarhorni, ef svo má að orði komast.
Sé þannig litið á málið verður manni hvað
starsýnast á eftirfarandi:
Ríkisstjórnin virðist hafa komist að
sömu niðurstöðu um megineðli efnahags-
vanda þjóðarinnar og fiestar aðrar ríkis-
stjórnir á undan henni. Helstu einkenni
þessa vanda, skv. upptalningunni í upp-
hafi þessa kafla, hafa verið árviss viðfangs-
efni ríkisstjórna hér á landi síðustu ára-
tugina án þess að teljandi árangur hafi
náðst nema síður sé. Á þessum efnahags-
vanda hefur ríkisstjórnin samt kosið að
taka með þeim hefðbundnu ráðstöfunum,
sem tíðkast hafa í landinu frá upphafi
viðreisnar. Megininntak ráðstafananna er
millifærsla tekna frá launþegum til at-
vinnufyrirtækja. Aðferðin við millifærsl-
una er aðallega tvíþætt; annars vegar
gengisfelling, hins vegar skerðing verð-
bóta á laun. Sem betur fer er það þó ekki
svo, að umrædd efnahagsáætlun sé í einu
og öllu eins og efnahagsúrræði íhaldsins.
Mismunurinn liggur einkum í því, að nú
er í mun ríkari mæli en oftast fyrr reynt
að draga úr kjaraskerðingu hinna lægst
launuðu. Ennfremur gætir nú nokkurs
skilnings á því, að vera kunni, að efna-
hagsvandann megi rekja til innri skipu-
lagsvanda í atvinnurekstrinum sjálfum og
óhagkvæmni einstakra þátta hans. Pá
ályktun má m.a. draga af afstöðu ríkis-
stjórnarinnar til stærðar fiskiskipaflotans
og offramleiðslu í landbúnaði. Það er ann-
að mál, að áform ríkisstjórnarinnar eru
allt of veigalítil til að skipta nokkrum
sköpum í þeim efnum.
Um langan aldur hefur ríkt það ástand
hér á landi, að hinn vel samhæfði kór
opinberra efnahagsstofnana og samtaka
atvinnurekenda með dyggum stuðningi
öflugustu fjölmiðlanna hafa átt mestan
hlut í að móta viðhorf almennings til
efnahagsmála. Hin síðari ár hafa samtök
atvinnurekenda meira að segja komið á
laggirnar hagdeildum og eflt þær, sem
fyrir voru, gagngert í þeim tilgangi að
auka þessa „upplýsingaþjónustu" sína.
Ekki verður annað sagt en þessi viðleitni
þeirra liafi borið ríkulegan ávöxt á þessu
ári. Formlegar pólitískar aðstæður voru
239