Réttur - 01.10.1982, Qupperneq 60
Fórnarlömb Bandaríkjaleppa.
Múgmorð Bandaríkjaieppanna
í Mið-Ameríku
Múgmorðin, sem blóðhundar þeir, er
auðvald Bandaríkjanna heldur við völd-
um í E1 Salvador og Guatemala halda
áfram. Samkvæmt heimildum kirkjunnar
var 32 þúsund manna, kvenna og barna
drepnir í E1 Salvador á tímabilinu október
1979 til ársbyrjunar 1982. í Guatemala
voru fórnardýrin á sama tíma 11000, þar
af 80% myrt utan við bardagasvæðin.
Skelfingarnar, sem íbúar þessara Mið-
Ameríkuríkja, verða að þola undir
„verndarhendi“ forseta Bandaríkjanna
eru ólýsanlegar: börn jafnvel drepin með
byssustingjum, er einkennisklæddir morð-
ingjarnir henda börnunum upp í loft og
„grípa“ þau með byssustingjunum.
Það eru enn sannmæli, sem forseti
Mexíco, Porfirio Diaz, sagði um land sitt:
„Veslings Mexico, svo langt frá Guði og
svo nærri Bandaríkjunum.“ Sirnon Boli-
var, frelsishetja Suður-Ameríku, orðaði
hlutverk Bandaríkjanna svo: „Bandarík-
in virðast kjörin til þess af forsjóninni að
steypa Suður-Ameríku í eymd og volæði
í nafni frelsisins.“
Fjöldamorðin í Beirut
Pann 16.-18. september framdi her
líbanskra falangista (fasista) fjöldamorð
á þeim Palestínumönnum, fyrst og fremst
konum, börnum og gömlum mönnum, er
voru skildir eftir í Beirut, þegar hinir
vopnuðu Palestínumenn fóru brott sam-
kvæmt samningi. Munu þeir hafa treyst á
að hið nýja lið, m.a. bandarískra her-
manna, er koma skyldi, tryggði öryggi
hinna varnarlausu íbúa. En ísraelsher
hleypir fasistunum inn í borgina og eru
þarna framin viðurstyggileg fjöldamorð á
2-3000 varnarlausum Palestínumönnum.
Þetta ódæöi, sem vakið hefur reiði og
fordæmingu um víða veröld, skrifast ekki
aðeins á reikning falangista, heldur og
ísraelshers og þeirrar ofstækisstjórnar,
sem þar drottnar nú, svo og á reikning
252