Réttur


Réttur - 01.10.1982, Side 62

Réttur - 01.10.1982, Side 62
Varað við álhring 1966 í umræðunum um stofnun svissnesku verksmiðjunnar á Alþingi 1966 hafði Einar Olgeirs- son varað alvarlega við því er- lenda valdi, sem þar með væri hleypt inn í landið. Bjarni Bene- diktsson svaraði með því að benda á ákvæðin um þjóðnýt- ingu og þar með hefðu íslend- ingar rétt til að taka þetta fyrir- tæki í sínar hendur, ef þjóðar- þörf krefði, fyrr en samningur- inn segði. „Það er á valdi þeirra, er með löggjafarvald fara hér hverju sinni, að meta það eftir grundvallarreglum íslenskra laga og þá á gagnaðilinn vitan- lega bótarétt í staðinn" sagði forsætisráðherra. (Bls. 1535 í B-deild Alþ.tíð. 1966). í svari sínu mælti Einar Ol- geirsson eftirfarandi viðvörun- arorð: (Bls. 1597-1598 í B-deild Alþ.t. 1966). „Þegar viö erum aö ræöa um þetta fyrirtæki, erum viö aö deila um hvort viö eigum aö fá erlenda stóriöju inn í landiö eöa íslenska stóriöju".. . „Deilan stendur um hvort þaö ætti aö vera íslenskt eöa útlent, hvort þaö ætti aö vera íslenskt vald, sem þarna er um aö ræða, kannske sambland af ríkisrekstri eöa einstaklingsrekstri, eöa hvern- ig sem við vildum hafa það, en í öllu falli íslenskt, — eöa hvort það á aö vera útlent meö alls konar sérréttindum. Þaö er um þetta, sem væri barist. Viö heföum ekki verið í neinum vandræöum meö þaö, íslendingar, ef viö heföum mátt leggjast á eitt, t.d. núna, allir flokkar hér í þinginu aö byggja upp svona fyrirtæki. Þess vegna vil ég líka alvarlega vara hæstv. ríkisstj. viö, m.a. vegna þess, aö ég heyrði hjá hæstv. forsrh. og hef heyrt áöur hjá hæstv. iðnmrh., aö viö ráöum viö hlutina, ef þaö skyldi sýna sig, aö við hefðum reiknað rangt núna eöa breytt rangt núna. Þjóöin getur breyst, og hún getur breyst til hins verra undir þaö slæmu áhrifavaldi, aö okkar kyn- slóð núna liti á þaö sem hnignun. Þaö væri eins og að komast í eins konar álög, ef þaö væri búiö af auðvaldi þessa fyrirtækis um ára- raðir aö iöka hér slíkan áróöur, aö þaö væri búið aö gera íslendinga aö slíkum umskiptingum, aö þeim þætti sjálfsagt aö fá sem mest af útlendu auömagni beint inn í land- iö. Svissneski auöhringurinn ger- breytir kraftahlutföllunum hér á ís- landi, ekki aöeins á milli atvinnu- rekendastéttarinnar og verkalýös- stéttarinnar, heldur líka kraftahlut- föllunum innan borgarastéttar- innar sjálfrar, kraftahlutföllunum á milli t.d. sjávarútvegsins annars vegar eða þeirra, sem honum stjórna, og þess hins vegar, sem erlendis mundi nú vera kallað fjár- málaauövald. Það eru nú þegar menn í land- inu, sem eru miklu, miklu ógætnari í þessum efnum en hæstv. ríkisstj. í hennar aðal- flokki, í Sjálfstfl., eru menn, sem nú þegar líta á það sem bjarg- ræði, sem hjálpræði, að fá sem mest af erlendu auðmagni inn í landið og munu auðsjáanlega berjast fyrir því sem einhvers konar hugsjón. Ég efast ekkert um, að þeir trúi því, að slíkt auðmagn sé þjóðinni til slíkrar blessunar, að það sé bara um að gera að fá það, hvaðan sem það kemur. Og ég vil minna hæstv. forsrh. á, að þegar þessi verksmiðja verður búin að starfa í 10 ár, ef hún kemst á, er hann orðinn maður yfir sjötugt. Þá eru e.t.v. teknir við menn í Sjálf- stfl., sem eru af þeirri kynslóð, sem ekki hefur sams konar upp- eldi og erfð í sínu blóði og okkar kynslóð hefur haft, — sem ekki hefur lifað á íslandi undir dönsku flaggi, sem ekki hefur þá tilfinningu fyrir okkar sjálf- stæði, sem okkar kynslóð hefur haft, menn sem fyrst og fremst hugsa svo að segja alþjóðlega hvað það snertir, að auðmagn sé hlutur, sem sé góður, hvaðan sem auðmagnið kemur, og það sé hégómi að vera svona hræddur við slíkt. Og það geta þá verið slíkir menn, sem ekki hafa þessa erfð i sínu blóði, sem séu teknir við og hafi það voldugan bakhjarl hér, þar sem þessi auðhringur er og máske þá fleiri, sem væru komnir í hans kjölfar, að þær hugsanir, sem við núna látum í Ijós, finni ekki lengur hljómgrunn hjá meiri hl. þjóðarinnar, þegar svo væri komið. Það er þess vegna, sem ég álít, að við eigum ekki að fara inn á þessa braut. Við eigum að stöðva þetta núna. Það er ekk- ert, sem rekur okkur til þess.“ 254

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.