Réttur


Réttur - 01.01.1975, Síða 16

Réttur - 01.01.1975, Síða 16
vegna góðrar afkomu atvinnufyrirtækjanna, sem nú eru í rústum eða standa stórskemmd. Allt atvinnulíf og lífsafkoma bæjarbúa hefur byggst á þeim. Loðnuvertíðin er að hefjast, Nú getur Nes- kaupstaður ekki tekið á móti neinum loðnu- bátum. Norðfjörður verður ekki nefndur í aflafréttum, loðnubátarnir og iðandi lífið við höfnina, sem lífgað hefur skammdegisdagana fyrri hluta árs, sést nú ekki. Menn ganga nú ekki niður að höfn til þes að heilsa upp á gamla vini og kunningja. En kjarkur bæjarbúa hefur ekki bilað. Menn hugsa um það eitt að hefja uppbygg- ingarstarfið sem allra fyrst. Mönnum er ljóst, að ella helst ekki byggð hér. I blaðaviðtölum við menn á sjúkrahúsinu, sem slösuðust í snjóflóðinu, kemur fyrst og fremst fram, að hugur þeirra stefnir að því einu, að fara að byggja upp. Menn láta ekki svartsýni eða vonleysi ná tökum á sér, heldur horfa með bjartsýni til endurbyggingar þeirra fyrirtækja, sem eyði- lögðust. Menn bera þá von í brjósti, að bræðslan rísi í botni fjarðarins, svo Norð- fjörður geti sem fyrst tekið aftur sinn veg- lega sess í atvinnulífi þjóðarinnar. Neskaupstaður hefur þörf fyrir allt það vinnuafl, sem þar er. Þar verður ekki at- vinnuleysi á næstunni, gagnstætt því sem nú gerist á nálægum fjörðum. Þrátt fyrir mikla aðstoð verður það fjár- hagslega tjón, sem hér hefur orðið aldrei að fullu bætt, frekar en raun varð á í Vest- mannaeyjum, og ljóst er að bæjarsjóður mun verða fyrir mikilli tekjurýrnun næsm ár. Því mun fyrirhuguðum framkvæmdum í bænum seinka, en þjónusta við bæjarbúa og sam- neysla hefur verið meiri í Neskaupstað en gerist í sambærilegum bæjum. Stærsm at- vinnufyrirtæki sín hafa þeir reist með sameig- inlegu átaki. Þau eru rekin af samtökum út- gerðarmanna, sjómanna og annars vinnandi fólks. Bærinn hefur áður orðið fyrir miklum skakkaföllum. Hann missti báða nýsköpun- artogara sína með tveggja ára millibili 1955 —1957. Þá tókst á ótrúlega skömmum tíma að koma atvinnulífinu í gang á ný, þótt á- fallinu fylgdu að sjálfsögðu miklir skulda- baggar. Eftir snjóflóðin hafa Norðfirðingar orðið að þola með eindæmum harða veðráttu og margra vikna vatnsleysi í stómm hluta bæj- arins. Hætt er við, að slíkir erfiðleikar ofan á allt það sem á undan er gengið, dragi kjark- inn úr einhverjum og þeir telji jafnvel suð- vesturhornið einna byggilegastan hluta lands- ins. En hvar stöndum við Islendingar, ef byggð í nánd við bestu fiskimið landsins tekur að dragast saman? Til þess að hinar björtu vonir um upp- byggingu og endurreisn blómlegs atvinnu- lífs í Neskaupstað megi rætast, svo byggðin haldist og sjómenn haldi áfram að sækja þaðan á fengsæl mið, þarf samstilltan og samábyrgan hóp. Hér er ekki um að ræða hlutverk Norðfirðingá einna, heldur á hér þjóðin öll hlut að máli. Það fjárhagslega tjón, sem hér hefur orðið, nær til allra lands- manna og því er þeirra allra að leggja eitt- hvað af mörkum. 16

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.