Réttur


Réttur - 01.01.1975, Síða 17

Réttur - 01.01.1975, Síða 17
Ölafur R. Einarsson Lifandi mynd af þ j óðf élagsgagnrýnanda — HUGLEIÐING UM GAGNMERKA ÆVI- SÖGU SKÚLA THORODDSEN Á hverju hausti gefur að líta í bókaflóð- inu ýmis rit um sagnfræðilega efni, en fjöldi þeirra er minni hlutfallslega eftir því sem titlafjöldinn vex og gæðin minnka. S.l. haust kom þó óvenjumikið út af sagnfræðiverkum og kann að vera að allt þjóðhátíðarumstang- ið skýri þessa undantekningu. Hafin var út- gáfa á samfelldri Islandssögu — svonefndri Þjóðhátíðarútgáfu og út kom fyrra bindið af Islandssögu — uppsláttarriti í alfræðisafni Menningarsjóðs, sem Einar Laxness hefur tekið sáman. Eðlilegra er að fjalla um þessi verk er framhald þeirra birtist, en hér mun aðeins verða ritað um það sagnfræðiverk sem gnæfir upp úr í útgáfu síðasta árs, en það er rit Jóns Guðnasonar um Skúla Thoroddsen. VINSÆLDIR LANDSHÖFÐINGJATÍMABILSINS Það er óhætt að segja, að forystumenn Islendinga í sjálfstæðisbaráttunni á lands- höfðingjatímabilinu 1874—1904 hafi verið vinsælt rannsóknarefni hjá sagnfræðingum síðustu árin. Reyndar er það svo, að tíminn frá 1870—1918 hefur verið einkar vinsælt söguefni og er stór hluti sagnfræðirita hin síðari ár um þetta tímabil. Hins vegar hafa millistríðsárin enn orðið illa útundan, en þess mun þó skammt að bíða að það tímabil komist í tísku, ef svo má að orði komast. Það var á árunum 1961—1964 að Krist- ján Albertsson sendi frá sér ritverk um Hannes Hafstein þar sem burgðið var upp glansmynd af þeim leiðtoga og þótti þá ýmsum að ómaklega væri vegið að Skúla Thoroddsen, enda má líta á verk Kristjáns sem tilraun íslenskrar borgarastéttar til að setja Hannes á stall sem mikla frelsishetju. Þá var það að Kristinn E. Andrésson ákvað að Mál og menning skildi leita til sagnfræð- ings um að skrifa ævisögu Skúla og varð Jón Guðnason fyrir valinu. Þegar bæði bindin hafa nú séð dagsins ljós eftir meira en ára- tugsrannsókn höfundar, þá fer enginn í graf- götur um að vel hafi tekist til er Jón fékkst til að vinna þetta vandasama verk. Þetta er yfirgripsmikið verk og aðdáunarvert hvernig Jón hefur getað unnið þetta samtímis öðrum störfum. Eins og menn vita eru sagnfræði- rannsóknir á „sögueyjunni" aðeins stundaðar 17

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.