Réttur


Réttur - 01.01.1975, Page 27

Réttur - 01.01.1975, Page 27
en sterku og voldugu, sem hann enn hefur tekið á sig í heimi vorum. RÓSA LUXEMBURG Komi einhver með þá athugasemd enn á þessu ári að konur ættu ekki að vera í broddi fylkingar í baráttu flokka og máske síst að fást við hugmyndafræði og hagfræði, — og slíkir hleypidómar vaða enn upp jafnvel í röðum sósíalista — þá afsannar enginn mað- ur slíka staðhæfingu betur en Rósa Luxem- burg með öllu lífi sínu og starfi. Þessi kona var næst Lenín, einn af sjálf- stæðustu og skörpustu hugsuðum marxism- ans í Evrópu á þessari öld, hliðstæð mönnum eins og Gramsci. Hún var einhver besti og framsýnasti foringi, sem þýsk verklýðshreyf- ing hefur eignast á þessum tíma. Rit hennar um stjórnlist byltingarinnar eru meðal hinna merkustu í þeirri grein. En einmitt um hag- fræðina fjalla stærsm heildarrit hennar, sjálf- stæðar rannsóknir á þróun auðmagnsins: 1) Doktorsritgerð hennar við háskólann í Ziirich 1898 var um iðnþróun Póllands, 2) Die Akkumulation des Kapitals" var hið mikla rit hennar um þróun auðmagnsins eftir daga Marx aðallega, gefið út í Berlín 1913 og ',) „Einfuhrung in die Nationalökonomie" voru margir fyrirlestrar, er hún hélt í flokks- skóla til að skýra fyrir flokksmönnum hag- fræðina og hagþróunina frá marxistisku sjón- armiði. — Skyldi svo einhver halda að slík kona, er þannig ritaði og barðist hefði lítið af þeim „kvenlegu" eiginleikum, sem ýmsir karlmenn fyrst og fremst vilja eigna konum, þá ættu viðkomandi að lesa bréf hennar úr fangelsinu til Sonju Liebknecht (1916—18). Það mun vart nokkur hafa tjáð sig á fegurri og blíðari hátt en þessi „kven- hetja" gerir í þeim bréfum, konan, sem þeir er ekki þekkja mundu ella tileinka eiginleika „valkyrjunnar." Þessi rismikli persónuleiki, máske ein fremsta kona veraldarsögunnar, var myrt 47 ára að aldri af þýskum liðsforingjum í skjóli sósíaldemokratiskrar ríkisstjórnar að undirlagi háttsettra herforingja, er borguðu morðingj- um vel og sáu um að þeim yrði aldrei hegnt, — slíkt var Weimarlýðveldið. Rósa Luxemburg skrifaði ekki mikið um 27

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.